Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1950, Qupperneq 90
92
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
með mikilli viðhöfn og að viðstöddu margmenni. Einar
Simonarson, forseti stjórnarnefndar, hafði samkomustjóm
með höndum, en séra Kolbeinn Simundson flutti vígslu-
ræðuna. Meðal annara, sem ræður fluttu, voru dr. Har-
aldur Sigmar, séra Guðmundur P. Johnson, Andrew Dan-
ielson, frú Anna Kristjánsson, er flutti kveðju manns síns,
séra Alberts E. Kristjánssonar, og Ellis Stoneson frá San
Fransisco, Cal.
15. jan.—Efndi Agnes Helga Sigurdson píanoleikari
frá Winnipeg til hljómleika í Town Hall, New York, við
ágætar undirtektir fjölmenns áheyrendahóps.
17. febr.—Forseti og háskólaráð fylkisháskólans í
Manitoba kunngera mikilvægar ákvarðanir varðandi sto-
fnun kennslustóls í íslenzku við háskólann, er mörkuðu
stórt spor fram á við í því mikla menningarmáli, sem
kappkostað er að koma í framkvæmd á næstunni.
21.-23. febr.—Þrítugasta ársþing Þjóðræknisfélags
Islendinga í Vesturheimi haldið í Winnipeg við góða
aðsókn. Heiðursgestir þessa afmælisþings voru þau dr.
Thor Thors, sendiherra Islands í Bandaríkjunum og Can-
ada, og frú Ágústa Thors; flutti sendiherrann kveðjur
forseta og ríkisstjómar Islands og háskóla Islands, og
var jafnframt aðalræðumaður á árshátíð þjóðræknis-
deildarinnar “Frón” og öðrum þingsamkomum. Að loknu
þingikvaddiÞjóðræknisfélagið sendihen-ahjónin með fjöl-
mennu og virðulegu samsæti, sem margir virðingarmenn
í Manitoba sóttu. — Aðrir ræðumenn á samkomum í sam-
bandi við þingið, voru Dr. Kristján J. Austman, á árshá-
tíð “Icelandic Canadian Club”, og dr. Richard Beck,
fyrrv. forseti Þjóðræknisfélagsins, á lokasamkomu þings-
ins. — Séra Philip M. Pétursson var endurkosinn forseti,
og stuttu síðar endurkaus stjómarnefnd félagsins Gísla
Jónsson fyrrv. prentsmiðjustjóra sem ritstjóra “Tímarits”
þess.
23. febr.—Dr. P. H. T. Thorlakson, Winnipeg, séra