Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1950, Síða 91
ALMANAK
93
Friðrik Hallgrímsson, dómprófastur í Reykjavík, og Guð-
mundur Grímsson, héraðsdómari, Rugby, N. Dakota,
kosnir heiðursfélagar Þjóðræknisfélagsins.
27. febr,—Séra S. O. Thorlakson, vararæðismaður Is-
lands í Berkeley, Cal., afliendir frú Sigríði Benónýs þar
í borg riddarakross hinnar íslenzku Fálkaorðu, sem for-
seti Islands hafði sæmt hana í þakkar skyni fyrir fyrir-
greiðslu hennar í þágu íslenzkra námsmanna.
14. marz—Hélt frú Elma Gíslason, söngsamkomu í
Fyrsta lútersku kirkju í Winnipeg, undir umsjón Jóns
Sigurðssonar félagsins, við mikla aðsókn og hinar beztu
viðtökur áheyrenda.
19. marz—Dr. Thorbergur Thorvaldson, forseti efna-
fræðisdeildar fylkisháskólans í Saskatchewan, Saskatoon,
heiðraður með fjölsóttu og virðulegu samsæti þar í borg,
í tilefni af því, að hann lætur af embætti í lok háskóla-
ársins eftir 35 ár í þeim sessi. Á hann sér að baki merka
og víðtæka vísindastarfsemi.
Marz—Blaðafrétt getur þess, að vestur-íslenzka verk-
lýðsforingjanum Frederick (Fred) J. Fljózdal, heiðurs-
forseta Bandalags Jámbrautarmanna (Brotherhood of
Maintenance of Way Employees) í Detroit, Michigan,
hafi verið haldið veglegt og fjölmennt samsæti í Chicago,
í tilefni af 79 ára afmæli hans (19. des. s.l.); einnig áttu
þau hjónin stuttu áður 55 ára hjúskaparafmæli.
Marz — Um þær mundir hlaut lækningastofnunin
“Winnipeg Clinic”, sem Dr. P. H. T. Thorlakson stofnaði
fyrir nokkrum ámm og víðkunn er orðin, löggildingu
fylkisþingsins í Manitoba.
28. -29. apríl—Skipaði ungfrú Margrét Thors, dóttir
þeirra Thors sendiherra og frú Ágústu Thors, drottningar-
sess á hinni árlegu hátíð, sem haldin er í Winchester,
Virginia, á vorin þegar eplatrén blómstra í Shenandoah
dalnum (“Shenandoah Apple Blossom Festival”), og
hafði hún verið valin til að gegna því hlutverki úr hópi