Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1950, Síða 96
98
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
Bergman lögfræðing, minningarræðu um hinn ástsæla
lækni og mannvin, en fyrrv. forseti safnaðarins, Lincoln
Johnson, afhjúpaði minningartöfluna.
Maí—Dr. P. H. T. Thorlakson kosinn varaforseti Na-
tional Cancer Institute of Canada á þriðja ársþingi þess
félagsskapar í Ottawa.
4. júní—Lauk Grettir Valdimar Kristjánsson (sonur
Ottós byggingarmeistara Kristjánsson og konu hans í
Geraldton, Ont.) embættisprófi í læknisfræði við Queens-
háskólann í Kingston, Ont., með fyrstu ágætiseinkunn.
5. -11. júní—Sjötíu og fimm ára afmæli Winnipegborg-
ar haldið hátíðlegt með fjölþættum og tilkomumiklum
samkomum. Islenzku félögin í Winnipeg tóku sameigin-
lega þátt í hátíðahaldinu með svipmiklum skrúðvagni,
er athygli vakti og hlaut opinbera viðurkenningu.
6. júní—Lauk Einar I. Siggeirsson meistaraprófi (Mas-
ter of Science) í landbúnaðarvísindum á Landbúnaðar-
háskólanum í Fargo, N. Dakota, með ágætiseinkunn í
öllum námsgreinum, en hann lagði aðallega stund á nát-
túrufræði, með grasafræði að sérgrein. (Um foreldra hans
og fyrri námsferil, sjá Alm. Ó.S.Th. 1949).
10. júní—Átti frú Hólmfríður Pétursson í Winnipeg
(ekkja dr. Rögnvalds Péturssonar) sjötugsafmæli, og í
tilefni þeirra tímamóta héldu konur úr Sambandssöfnuð-
inum henni veglegt samsæti í þakkar skyni fyrir traustan
stuðning hennar við vestur-íslenzk félagsmál, bæði á
sviði þjóðræknis- og trúmála.
11. júní—Lauk Þórður R. Þórðarson (sonur þeirra Magn-
úsar kaupmanns Þórðarsonar og fyrri konu hans Jóhönnu
Þorsteinsdóttur í Blaine, Wash.) “Master of Arts” prófi,
með fræðslumál að aðalgrein, við University of Washing-
ton, Seattle, Wash., en þaðan hafði hann útskrifast með
“Bachelor of Arts” menntastigi 1929, og hefir síðan
stundað kennslustörf.
11. júní—Útskrifaðist Lára Charlotta Gillis (dóttir Jens