Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1950, Qupperneq 97
ALMANAK
99
Gíslasonar Gillis og Kristjönu konu hans í Seattle, Wash.)
af University of Washington með “Bachelor of Arts”
menntastigi.
14. -17. júní—Tuttugasta og fimmta ársþing Bandalags
lúterskra kvenna haldið í Mikley, Man. Mrs. Fjóla Gray,
Winnipeg, kosin forseti í stað Mrs. Ingibjargar J. Ölafs-
son, Selkirk, sem baðst undan endurkosningu eftir tíu
ára starf.
15. júní—Við fylkiskosningar í British Columbia vann
samsteypustjórn sú, er Byron (Bjöm) Ingimar Johnson
veitir forstöðu, mikinn kosningasigur. (Um ætt hans og
fyrri stjómmálaferil, sjá Alm. Ó.S.Th., 1949).
16. júní—Lauk Baldur H. Kristjánsson (sonur þeirra
Hannesar og Elínar Kristjánsson að Gimli, Man.) doktors-
prófi í heimspeki með miklu lofi á ríkisháskólanum í
Wisconsin (University of Wisconsin), með landbúnaðar-
fræði að sérgrein; fjallaði doktorsritgerð hans um land-
nám og nýbyggingar í sveitum canadisku sléttufylkjanna.
Hann er nú prófessor í hagfræði við Landbúnaðarhá-
skóla Norður-Dakota ríkis í Fargo, N. Dak.
17. júní—Lýðveldisdags Islands minnst með bátíða-
haldi að Mountain, N. Dak., í Blaine og Seattle, Wash.,
og daginn eftir með fjölmennri samkomu að Hnausum,
Manitoba.
17. júní—Valdimar Björnson, blaðamaður og vara-
ræðismaður Islands í Minneapolis sæmdur riddarakrossi
St. Olavs orðunnar norsku í viðurkenningar skyni fyrir
störf hans í þágu Noregs á stríðsárunum og síðan.
18. -20. júní—Tuttugasta og þriðja ársþing Islenzkra
frjálstrúarkvenna í Norður-Ameríku (Sambands kvenfél-
aga Sameinaða kirkjufélagsins) haldið að Hnausum, Man.
Mrs. S. E. Bjömsson endurkosin forseti.
22.-25. júní—Sextugasta og fimmta ársþing Hins ev-
angeliska lúterska kirkjufélags Islendinga í Vesturheimi
haldið í Argyle, Man. Séra Egill H. Fáfnis var endur-
kosinn forseti.