Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1950, Qupperneq 98
100
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
27. júní—William Benedickson lögfræðingur endur-
kosinn sambandsþingmaður fyrir Kenora-Rainy River
kjördæmið.
30. júní - 3. júlí—Tuttugasta og sjöunda ársþing Hins
sameinaða kirkjufélags Islendinga í Norður-Dakota hald-
ið í Riverton, Man. Séra Philip M. Pétursson kosinn for-
seti í stað séra Eyjólfs J. Melan.
Júlí—Tilkynnt, að menntamálaráðuneyti Manitoba-
fylkis hafi skipað Karl B. Thorkelsson, um mörg undan-
farin ár skólastjóra í Morden, Man., umsjónamann með
skólum þar í fylkinu.
Júlí—Blaðafrétt skýrir frá því, að dr. Sigurður Júlíus
Jóhannesson skáldíWinnipeg hafi hlotið ríflegan skálda-
styrk við úthlutim styrkja af hálfu hins opinbera á Islandi
til skálda og listamanna.
15. júlí—Haldið hátíðlegt 50 ára landnámsafmæli ís-
lenzku byggðarinnar við Brown (Morden), Man., við
mikla aðsókn. John B. Johnson, sveitarráðsmaður og for-
seti þjóðræknisdeildarinnar “Island”, er stóð að hátíða-
haldinu, stjómaði samkomunni, en dr. Richard Beck
flutti aðalræðuna. Aðrir, sem ræður fluttu, vom Þorsteinn
J. Gíslason, einn af aðalstofnendum byggðarinnar, séra
Egill H. Fafnis, forseti lúterska kirkjufélagsins, séra Phil-
ip M. Pétursson, forseti Þjóðræknisfélagsins, Guðmundur
J. Jónasson, Mountain, forseti þjóðræknisdeildarinnar
“Baran”, Gamalíel Thorleifsson, Garðar, og Mrs. James
Westberg (dóttir Áma Árnasonar landnema í byggðinni),
Júlí—Seinni hluta þess mánaðar fór séra Halldór E.
Johnson til Islands til framtíðardvalar. Hann hefir dvahð
áratugum saman vestan hafs og tekið mikinn þátt í ís-
lezku félags-og menningarlifi þeim megin hafsins með
ritstörfum sínum og hlutdeild í kirkju- og þjóðræknis-
málum.
Júlí—Þann mánuð dvöldu á Islandi í boði Þjóðræknis-
félags Islands og ríkisstjórnarinnar Vilhjálmur Stefánsson