Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1950, Qupperneq 99
ALMANAK
101
landkönnuður, New York, og Guðmundur Grímsson, hér-
aðréttarsdómari, Rugby, N. Dak., ásamt frúm þeirra.
Ferðuðust þau víða um landið og þóttu hvarvetna auf-
úsugestir.
31. júlí—Fjölsótt Islendingahátíð haldin í Blaine.
Wash.
I. ágúst—Sextíu ára afmæli Islendingadagsins að
Gimh haldið hátíðlegt að viðstöddu miklu fjölmenni.
Meðal ræðumanna var dr. phil. Þorkell Jóhannesson,
prófessor í sagnfræði við Háskóla Islands, er var í heim-
sókn vestan hafs, ásamt frú sinni; heimsóttu þau síðar
ýmsar byggðir Islendinga þarlendis.
8. ágúst—Hinn árlegi Islendingadugur haldinn að
Silver, Lake, Wash., við góða aðsókn.
II. ágúst—Blaðafréttir skýra frá því, að Richard Beck
Jr. (sonur þeirra dr. Richards og Berthu Beck, Grand
Forks, N. Dak.) hafi unnið fyrstu verðlaun fyrir bíhkan,
sem hann hafði gert, í yngri deild þátttakenda frá Norður-
Dakota í allsherjarsamkeppni (Model Car Competition)
gagnfræðaskólanemenda víðsvegar úr Bandaríkjunum;
árið áður hlaut hann önnur verðlaun í sömu deild þáttak-
enda þar í ríkinu.
14. ágúst—Vigfúsi J. og Vilborgu Guttormsson, að
Lundar, Man., haldið virðulegt og afar fjölmennt sam-
sæti í tilefni af gullbrúðkaupi þehTa hjóna. Hafa þau
tekið mikinn og farsælan þátt í félagsmálum byggðar
sinnar, og Vigfús einnig getið sér orð fyrir skáldskap
sinn, samhliða forustu í söngmálum.
Ágúst—Óh N. Kárdal, Gimli, Man., bar sigur úr být-
um í söngsamkeppni, er útvarpsstöðin WCCO í Minne-
apolis, Minn., efnir til vikulega, og stundar nú söngnám
á MacPhail School of Music þar í borg. Hann er Hún-
vetningur að uppnina, en fluttist vestur um haf 12 ára
gamall, og hefir notið mikilla vinsælda meðal landa sinna
fyrir söng sinn.