Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1950, Side 100
102 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
Sept.—Snemma í þeim mánuði var Guðmundur Grím-
son, Rugby, N. Dak., skipaður hæztaréttardómari þar í
ríkinu, en hann hafði um langt skeið verið héraðsréttar-
dómari við ágætan orðstír.
Sept. Carl A. Hallson lífsábyrgðarsali (sonur þeirra
Bjöms og Ástu Hallson í Winnipeg) hlýtur menntastigið
“Chartered Life Underwriter” (C.L.U.) eftir þriggja ára
nám undir umsjón University of Toronto. Hann hefir
tekið virkan þátt í félagsmálum, meðal annars sem for-
seti Icelandic Canadian Club.
25. sept—Demantsbrúðkaups landnámshjónanna Jóns
M. og Guðrúnar Borgfjörð í Arborg, Man., minnst með
virðulegu og fjölmennu samsæti. Bæði eru þau hjón
Borgfirðingar, Jón frá Hvanneyri, en Guðrún (systir Árna
Eggertssonar) frá Fróðhúsum; þau hafa komið mikið og
vel við sögu byggðar sinnar.
9. okt,—Veglegt líkneski Leifs Eirikssonar afhjúpað
við sögulega atliöfn og að viðstöddum miklum mann-
fjölda í St. Paul, Minn. Valdimar Bjömson, vararæðis-
maður Islands í Minnesota, stjórnaði hátíðahaldinu og
var einn ræðumanna, en meðal þeirra voru hervarnaráð-
herra Noregs og sendiherra Norðmanna í Bandaríkjun-
um. Meðal boðsgesta voru Grettir L. Jóhannsson, ræðis-
maður íslands í Vestur-Canada og dr. Richard Beck,
vararæðismaður fslands í Norður-Dakota.
11. okt.—Hálfdan Thorlakson, vararæðismaður fs-
lands í British Columbia, afhendir Kolbeini S. Thordar-
son, vararæðismanni þess í Seattle, Wash., riddarakross
hinnar íslenzku Fálkaorðu, sem forseti íslands hafi sæmt
hann í þakkar skyni fyrir langt og gott starf hans í þágu
íslenzkra félagsmála vestan hafs. Fór afhending heiðurs-
merkisins fram í veglegu gullbrúðkaups-samsæti þeirra
hjóna í Seattle, en þau hafa mjög látið til sín taka bæði
kirkju- og þjóðræknismál meðal landa sinna. Kolbeinn
er frá Hofstöðum í Borgarfirði syðra, en Anna frá Einars-