Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1950, Page 101
ALMANAK
103
stöðum í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu, og fluttust
þau ung að aldri vestur um haf.
Okt.—Edwin S. Johnson blaðamaður (sonur þeirra
Egils og Sigurlaugar Johnson, fyrrum í Winnipeg) skip-
aður forstjóri canadiska fréttasambandsins, Canadian
Press, í London, en hann hafði síðan í lok heimsstyrjald-
arinnar síðari starfað í þjónustu þeirra stofnunar í cana-
diskum stórborgum, Winnipeg meðtalinni.
Okt,—Thor Thors, sendiherra Islands í Washington,
D.C., gerir kunnugt, að forseti Islands hafi sæmt verk-
lýðsforingjann Frederick H. Fljózdal í Detroit, Michi-
gan, riddarakrossi Fálkaorðunnar í viðurkenningar skyni
fyrir mikilvæg störf hans á sviði félagsmála og ræktar-
semi hans við ættland og þjóð.
23. okt.—Elliheimilið “Borg” að Mountain, N. Dak.,
vígt með hátíðlegri athöfn og við ágæta aðsókn. Sóknar-
presturinn, séra Egill H. Fafnis, forseti kirkjufélagsins
lúterska, stjómaði samkomunni og framkvæmdi vígsl-
una, dr. Haraldur Sigmar, fyrrv. forseti kirkjufélagsins,
hélt vígsluræðuna, en aðalræðumaður var Victor Sturl-
augsson, Langdon, N. Dak., ritari byggingamefndarinn-
ar. Meðal ræðumanna voru einnig Guðmundur Grímson
hæztaréttardómari og dr. Richard Beck vararæðismaður,
sem flutti kveðju ríkisstjómar Islands og var jafnframt
fulltrúi ríkisstjórans í Norður-Dakota.
26. okt.—Við bæjarstjórnarkosningar í Winnipeg var
Victor B. Anderson endurkosinn í hæjarstjórn og séra
Philip M. Pétursson í skólaráð.
Okt.—Blaðafrétt greinir, að Soffanías Thorkelsson
verksmiðjustjóri hafi á undanförnu sumri gefið fæðingar-
sveit sinni, Svarfaðardalslireppi, 50 þúsund króna fjár-
upphæð, sem verja á til skógræktar, og heitið frekari
stuðningi sínum. Hann hefir dvalið langvistum vestan
hafs, og er kunnur fyrir athafnasemi, þátttöku í félags-
málum og ritstörf.