Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1950, Síða 102
104
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
I. nóv.—Við bæjarstjómarkosningar í Moorehead,
Minn., var Sig. Bjömson (sonur þeirra Mr. og Mrs. M. F.
Bjömson að Mountain, N. Dak.) kosinn bæjarráðsmaður.
8. nóv.—Paul Johnson, kaupsýslumaður í East Grand
Forks, Minn., endurkosinn í bæjarstjóm; hefir hann lengi
verið þar forystumaður í opinberum málum; lét nýlega
af störfum í skólaráði, eftir að hafa átt þar sæti um 30
ára skeið.
10. nóv.—Við fylkiskosningar í Manitoba var dr. S. O.
Thompson endurkosinn í Gimli kjördæmi og Chris
Halldórsson í St. George kjördæmi, báðir gagnsóknar-
laust, og Paul Bardal í Mið-Winnipeg.
II. nóv.—Átti Þorsteinn Þ. Þorsteinsson skáld og rit-
höfundur sjötugsafmæli. Meðal annars vottaði Þjóðrækn-
isfélag Islendinga í Vesturheimi honum opinbera þökk
sína fyrir skerf hans til íslenzkra bókmennta og menn-
ingarmála, en hann á sér að baki merkan og fjölþættan
rithöfundarferil í bundnu máli og óbundnu.
13. nóv.—Islendingar í Minneapolis heiðra Hjört Lár-
usson hljómlistarfræðing í tilefni af 75 ára afmæli hans
þ. 14. nóvember, en hann hefir unnið merkilegt starf og
getið sér mikið orð bæði sem kennari í hljómlist, hljóð-
faeraleikari og söngstjóri.
21. nóv.—Icelandic Canadian Club í Winnipeg held-
ur virðulega og fjölmenna samkomu í tilefni af afmæli
Guttorms J. Guttormsson skálds. Við það tækifæri var
hann kjörinn lífstíðar heiðursfélagi klúbbsins. W. Kristj-
ánsson stjómaði samkomunni, en Mrs. Hólmfríður Dan-
íelson flutti aðalræðuna.