Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1950, Page 103
MANNALÁT
OKTÓBER 1930
16. Jósafat Tómas Ásgrímsson (Hallsson), að heimili sínu í Man-
chester, Wash. Fæddur 11. maí 1855 á Árnastöðum í Sléttu-
hlið í Skagafirði. 1 föðurætt úr Hjaltadal þar í sveit, en móðir
hans Júlíana Jósafatsdóttir (d. 1892) frá Stóru-Ásgeirsá í Víði-
dal í Húnavatnssýslu. Kom vestur um haf til Canadu 1888,
var síðan um allmörg ár í Minnesota, en flutti vestur á Kyrra-
hafsströnd stuttu eftir aldamótin og hafði átt heima í Man-
chester síðan 1905.
DESEMBER 1943
9. Halldór Flóvent Johnson, að heimili sínu í Osland, B.C. Fæd-
dur 30. júní, 1867, ættaður úr Eyjafirði. Foreldrar: Jón Jónsson
og Margrét kona hans. Kom til Winnipeg af íslandi 1.894 eða
1895. Framan af árum búsettur í Port Wing, Wis., og Duluth,
Minnesota, en síðan nokkru eftir aldamótin á ýmsum stöðum
á Kyrrahafsströndinni, bæði í Bandaríkjunum og Canada.
NÓVEMBER 1945
12. Norman Daníelsson, af slysförum í grennd við heimili foreldra
sinna, Guðjóns landnámsmanns Daníelssonar og Unu Guð-
laugar konu hans (Þórarinsdóttur), við Arborg, Man. Fæddur
21. des. 1921.
OKTÓBER 1946
25. Sigurrós Guðmundsdóttir Stefánsson, ekkja Sigurgeirs Steffáns-
sonar (frá Miðvöllum í Skagafirði, d. 1938), að heimili sínu í
Cavalier, N. Dak. Fædd að Oddstöðum (Þóroddstöðum) í
Hrútafirði í Strandasýslu 15. okt. 1866. Foreldrar: Guðmundur
Danielsson og Sigríður seinni kona hans. Flutti vestur um haf
til N. Dak. 1891 og hafði síðan 1897 verið búsett í Cavalier
og þar í grennd.
SEPTEMBER 1947
29. Ásgeir.V. H. Baldvin (Ásgeir V. Helgason), á danska Gamal-
mennaheimilinu í Vancouver, B.C. Fæddur á Skútustöðum við
við Mývatn 9. des. 1850. Foreldrar: Baldvin Helgason og Sof-
fia Jósafatsdóttir. Fluttist með þeim til Canada 1873, í þeim
hóp íslendinga, sem settist að það ár í Muskoka, Ont. Kom
mikið við sögu landa sinna á hinum fyrstu landnámsárum, því