Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1950, Síða 110
112 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
21. Gunnlaugur (George) V. Peterson lögfræðingur, að heimili sínu
í Seattle, Wash. Fæddur 22. júní 1860 að Grund í Jökuldal í
Norður-Múlasýslu. Foreldrar: Vigfús Pétursson Péturssonar á
Hákonarstöðum og Halldóra Jónsdóttir Einarssonar frá Snjó-
holti í Eiðaþinghá. Fluttist af Islandi með móður sinni til Min-
neota, Minn., 1876, en til Norður-Dakota 1884 og var árum
saman dómskrifari og lögfræðingur í Pembina, N. Dak. Rú-
settur vestur við Kyrrahaf síðan 1926. (Sjá um hann Alm.
Ó.S.Th. 1921.)
21. Sigríður Martin, kona Gunnlaugs G. Martin, fyrrum búsett við
Hnausa, Man. að heimili dóttur sinnar og tengdasonar, Mr.
og Mrs. Wm. Chas. Harkness, Portage la Prairie, Man., á 71
aldursári.
23. Halldóra Bergþórsdóttir Jónasson, ekkja Kristjáns Jónassonar
(d. í Red Deer, Alberta, fyrir 33 árum), að heimili sínu í Ed-
monton, Alta. Fædd 14. des. 1863 að Langárfossi í Borgar-
firði syðra. Bjuggu þau hjón að Straumnesi á Mýrum, en flutt-
ust vestur um haf til Winnipeg fyrir rúmum 50 árum, síðan til
British Columbia, en þaðan eftir stutta dvöl til Red Deer og
loks til Edmonton.
MARZ 1949
1. John F. Frederickson hagfræðingur, í Toronto, Ont. Fæddur
í Winnipeg 9. nóv. 1915. Foreldrar: Mr. og Mrs. Kári Fred-
erickson, nú búsett í Toronto. (Um hann, sjá Alm. Ó.S.Th.
1949.)
2. Ingibjörg 'Johnson, ekkja Ara Johnson (d. 1922), á sjúkrahúsi
í Winnipeg. Fædd 12. júlí 1868 að Bæ í Strandasýslu. For-
eldrar: Oddleifur Sigurðsson og Una Stefánsdóttir frá Ána-
stöðum á Vatnsnesi. Kom frá íslandi til Canada með foreldrum
sínum 1874, til Gimli árið eftir, en var lengst af búsett í
Winnipeg.
5. Þorleifur Johnson, bóndi við Hove, í grennd við O&k Point,
Man., á heimili sínu, 79 ára gamall. Ættaður úr Norður-Múla-
sýslu. Foreldrar: Jón Hannesson og Ósk Þorleifsdóttir.
5. Kristín Tómasdóttir Erlendsson, ekkja Björns Erlendssonar (d.
1925), á heimili sínu í Víðir, Man. Fædd 4. maí 1870 að Hvan-
neyri í Siglufirði í Eyjafjarðarsýslu. Foreldrar: séra Tómas
Björnsson, prestur að Hvanneyri en síðar að Barði í Fljótum,
og Ingibjörg Jafetsdóttir gullsmiðs í Reykjavík. Kom vestur
um haf 1899 og hafði áratugum saman verið búsett í Víðir
byggð.
7. Sigríður Johnson, ekkja Páls Johnson (d. 1930), að heimili sínu
í Winnipeg, Man., 75 ára gömul. Ættuð frá Sæunnarstöðum
í Húnavatnssýslu og kom vestur um haf 1874.
8. Guðrún Sólmundsson, ekkja séra Jóhanns P. Sólmundssonar,
að heimili dóttur sinnar, Mrs. W. F. Davidson, í Winnipeg,
Man., 76 ára að aldri.