Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1950, Side 113
ALMANAK
115
r-
k
i
11. Ingibjörg Björnsdóttir Hinriksson, kona Eyjólfs landnema
Hinriksson, að heimili sínu í Churchbridge, Sask. Fædd að
Bakkaholtsparti í Ölfusi í Árnessýslu 29. ágúst 1866. Fluttist
vestur um haf með manni sínum 1903 og hafa þau stöðugt
síðan verið búsett í Þingvalla-nýlendunni í Saskatchewan.
24. Thoroddur Skafti Einarsson, sonur landnámshjónanna Sigurð-
ar og Maríu Jóhannesdóttur Einarsson í Nýja-lslandi, að Gimli,
Man. Fæddur 14. apríl 1905.
27. Salbjörg Einarsson, kona Friðjóns Einarssonar, á Johnson
Memorial sjúkrahúsinu að Gimli, Man., 74 ára að aldri. Kom
vestur um haf fyrir 50 árum og hafði verið búsett í Selkirk og
að Gimli.
31. Sigurður Stephensen, að heimili sínu í St. James, Man. Fædd-
ur á Seyðisfirði 18. des. 1888, en fluttist vestur um haf með
foreldrum sínum, Jónasi Stephensen, fyrrum póstmeistara, og
Margréti konu hans, árið 1902, og hafði síðán verið búsettur
í Winnipeg. Iþróttamaður á yngri árum.
JÚNl 1949
I. Erlendur Guðmundsson, á elliheimilinu “Betel” að Gimli,
Man. Fæddur 6. nóv. 1863 að Ásum í Svínavatnshreppi í Hún-
avatnssýslu. Foreldrar: Guðmundur Jónsson og Steinunn Erl-
lendsdóttir frá Sveinsstöðum í Þingi, er síðast bjuggu á Stóru-
Mörk í Fremri-Laxárdal í Húnavatnssýslu. Kom til Vestur-
heims 1899 og hafði verið búsettur að Gimli og næsta ná-
grenni nærri full 50 ár. Óvenjulega mikill fróðleiksmaður, sem
margt liggur eftir í vestur-íslenzku blöðunum, og þó enn
meira í handriti.
7. Árnórína Sigurðardóttir Austman kona Jóns Magnússonar
Austman landnema, að heimili sínu í grennd við Leslie, Sask.
Fædd í Viðfirði í Norðfirði 6. jan. 1869. Foreldrar: Árni
Sveinsson og Gunnhildur Ólafsdóttir. Flutti vestur um haf
laust eftir aldamótin og hafði átt heima í Hólarbyggðinni í
Saskatchewan nema nokkur fyrstu árin vestra.
II. Eiríkur Þorbergsson, í Winnipeg, Man. Fæddur 22. febrúar
1867 að Syðri Tungu á Tjörnesi í Suður-Þingeyjarsýslu. For-
eldrar: Þorbergur Eiríksson og Sigríður Andrésdóttir. Kom
til Canada 1910 og var síðan búsettur í Winnipeg svo að segja
alla tíð. Myndasmiður og trésmiður að iðn, bókhneigður mjög
og áhugasamur um félagsmál. Meðal sona hans er Hálfdán
kaupmaður og formaður V.-Islendingafélagsins í Reykjavík.
13. Baldur Stephansson, að heimili sínu í Markerville-byggðinni
í Alberta. Fæddur í Shawano County í Wisconsin-ríki 25.
sept. 1879. Foreldrar: Stephan G. Stephansson skáld og Helga
Jónsdóttir. Fluttist með foreldrum sínum fyrst til N. Dakota
og síðan til Alberta 1889. Bóndi þar ævilangt og um skeið fyrr
á árum póstur milli Innisfail og Markerville.
28. Jón Thorsteinsson, að heimili sínu í Wynyard, Sask., 67 ára að