Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1950, Síða 120
122 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
7. Jóhann Johnson, að heimili sínu í Winnipeg, Man., 72 ára að
aldri. Ættaður af Akureyri, albróðir A. C. Johnson ræðismanns,
sem látinn er fyrir allmörgum árum.
18. Sigurður Sigfússon landnámsmaður, að heimili sínu við Oak
View, Man. Húnvetningur að ætt, en fæddur á Hnappstaða-
koti í Skagafjarðarsýslu 3. jan. 1875. Fluttist vestur um haf
og gerðist landnemi í Oak View-byggðinni aldamótárið. Fá-
gætur fróðleiksmaður í alþýðustétt.
25. Sigurður Indriðason, að heimili sínu í Selkirk, Man. Ættaður
úr Húnavatnssýslu og Skagafirði, en fæddur að Marbæli í
Óslandshlíð 14. júlí 1863. Kom til Canada 1903 og átti síðan
heima í Selkirk.
29. Ágúst Johnson bóndi og fiskimaður, í Winnipegosis, Man.,
79 ára gamall. Fæddur á Hvanneyri í Borgarfirði, en þar bjug-
gu foreldrar hans, Jón Þórðarson og Guðbjörg Halldórsdóttir.
Kom vestur um haf 1903 og hafði lengst af búið í Winnipeg-
osis.
29. Steindór Ámason landnámsmaður, að heimili sínu í Víðis-
byggð, Man. Fæddur að Kirkjuferjuhjáleigu í Arnarbælis-
prestakalli 31. ágúst 1872. Foreldrar: Árni Steindórsson og
Sigríður Jónsdóttir. Fluttist vestur um haf stuttu eftir aldamót
og nam land í Víðis-byggð 1907.