Almanak um/fyrir árið 1900-1905 - 01.01.1902, Page 60

Almanak um/fyrir árið 1900-1905 - 01.01.1902, Page 60
•------------------i------------------------• í með útlitið eit.t. Skömmu seinna liófu þeir leika sfna og- liéldu þeim áfram uppihaldslaust í tvo klukk- utíma og hef ég aldrei séð slíkann frækleik eða þolgæði. Gamli maðurinn spurði Wanda hvort ég væri nokkur íþrótta maður, hvort ég kynni að skjóta af byssu og væri frár á fæti. Hún' kvað svo vera. Það varð til þess, að ég varð að reyna byssu öldungsins, átti að hæfa spón í allmikilli fjarlægð, en mislukkaðist það. Næst dtti ég að reyna tvö hundruð faðma kapphlaup við ungann og efldann montara. Ég gjörði mitt allra ítrasta, hálf sprengdi mótstöðumann minn, en tapaði þó að lokum, og kom aftur sneyptur og niðurlútur. Wanda varð döpur í bragði. Það var auðseð að afi hennar ætlaði ekki að lilífa mér, því nú átti ég að glíma við ungan og hraustan Indí- ána höfðingja. Wanda hvíslaði að mér, að þetta væri biðill sinn. Ég lözt fús til þess. En sannleikurinn var sá, að ég var fjúkandi vondur út af þvf, að vera þannig gjörður að athlægi. Þessi ungi höfðingi var allur sverari og stærri en ég. En samt treysti ég mér vel í þetta sinn þvíög var útlærður glímumaður. Hann tók óvægilega á mér og ætlaöi víst að til skarar skyidi skríða á stuttum tíma. Eg lofaði honum að hamast, enda átti ég í fullu [32]

x

Almanak um/fyrir árið 1900-1905

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak um/fyrir árið 1900-1905
https://timarit.is/publication/403

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.