Almanak um/fyrir árið 1900-1905 - 01.01.1902, Blaðsíða 66
•-------------------------------------------<•
Með tímanum íiunst þér ei lífið svo leitt
þá lifir hjá Bakkusi og veizt ekki neitt,
svallar og drekkur ót allt sem þú átt
og eyðir svo tíðinni á slæpinga hátt'.
Þú gengur með vin þinn I vínsöluhús,
því viljinn er góður og kunninginn fús,
þar veitirðu honum og hann aftur þér
í hundana þar til að skynsemin|fer.
Allt, sem þú talar er óráð og bull
og ölkollan stendur á borðinu full,
vasarnir tómir og vitið á brott,
það væri ekki réttlátt að kalla það gott.
Nú leggst þú og veizt ei þitt rjúkandi ráð,
þú rænu ert sviftur og nafn þitt er smáð;
þá inanna und fótum þú fiækist sem dýr,
til fulls að þér heimurinn bakinu snýr.
Stattu við dfiltið, því stefnan er röng,
þú stendur við barminn á glötunar þröng,
en tæpt þó þú kominn sért tálbakkann á,
þér tekist samt getur að snúa þar frá.
Að iialda til balta er hætta og stríð;
en hafðu það traust, að þú vinnir um síð,
ef freistinga snörum þú sneitt getur hjá,
þér snúast mun lífið til farsældar þá.
[88]