Almanak um/fyrir árið 1900-1905 - 01.01.1904, Page 51

Almanak um/fyrir árið 1900-1905 - 01.01.1904, Page 51
49 <>g ofbcldi, sem hvorttveggja innifelst í oröinu vald- stjórn. Hann trúir því ekki aö róstur og óregla verði stillt, með því að mynda úr þeim lögbundnar róstur og valdboðna óreglu. Hann, eins og sagna- meistarinn Guizot, veit, að öll valdstjórn heiir verið mynduð ineð ofbeldi og viðhaldið með valdi, og þegar þær hafa fallið fyrir sér stei'kara valdi, að það hið sama vald, hefir komið í hins stað, og að það ér í eðli sínu alveg hið sama. Hann vcit líka, að í stað þess að bœta þjóðfélagsineinin sem fyrir eru, bætir hún (valdstjórnin) viö }rau nýjum mein- um, sem henni sjálfri er sérstaklega samfara. Og eitt af þessurn meinum er það, að hún áskilur sér. og óskabörnum sínum, einkaleyfi til að níðast á öðr- um. Svo í staö þess að leitast við aö betra þjóðfé- lagið og gjöra það reglubundnara og siðlegra, hefir valdstjórnin beinan hag af að viöhalda óreglu og siðleysi, af því aö án þess gæti hún ekki lifað, það er sá lifandi andi semhún blæs Adam [þjóðfélaginu] í nasir. Váldstjórnin verður að viðhalda glæptin- nm, því með þeim aðallega, viðheldur hún einnig sjálfri sér. Þessu lík gagnrýni á valdstjórn [archisinj leiðir til þeirrar tillögu að afnema hana, en innleiöa An- tirchism \valdstjóniarlcj’si—vithout government|, í hennar stað. Sagan sannar að engar þjóöfélágs- legar umbætur hafa verið gjörðar af valdstjórn, né hafa slíkar umbætur átt upptök sín hjá nokkurri valdstjórn, heldur hafa allar slíkar umbætur orðið til þrátt fyrir valdstjórn, og húri hefir æfinlega bar- ist á móti þeim og hindraö þœr eftir megni. Nið- urstaðan verður eðlilega sú, að fólkið—þjóðfélagiö sé fullkomnara, framgjarnara og betra en vald- *

x

Almanak um/fyrir árið 1900-1905

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak um/fyrir árið 1900-1905
https://timarit.is/publication/403

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.