Afturelding - 01.08.1948, Blaðsíða 3

Afturelding - 01.08.1948, Blaðsíða 3
AFTURELDING F. 13. marz 1882. — D. 7. maí 1948. MINNINGARORÐ. Fátt mundi hafa verið fjær skapi Jónasar Stefáns- sonar, en það, að líkja sjálfum sér við hetjur Guðs orðs. — En þegar ég var beðinn að rita minningar- orð um hann, þá komu mér í hug eftirmæli tveggja af mestu Guðs mönnum, sem Ritningin greinir frá. Annar þeirra er Job. Um hann er sagt, að hann var maður ráðvandur og réttlátur, guðhræddur og grandvar. — Hinn var Móse. Um hann er sagt, að hann var maður einkar hógvær. Þessa fimm eiginleika, virðist mér, af þeirri kynn- ingu, sem ég hafði af Jónasi Stefánssyni, óhætt að segja, að hann átti alla í ríkum mæli. Hygg ég, að allir þeir, sem honum kynntust verulega, hljóti að vera þar á sama máli. Fyrir um það bil 12 árum kynntist Jónas Stefáns- son Hvítasunnuhreyfingunni. Greipst þá hjarta hans af þeim boðskap, sem hún er grundvölluð á. Upp frá því var hann trúfastur meðlimur hennar til dauðadags. Ahtnisburður hans var skýr og ákveðinn við hvern sem í hlut átfei. Hann vitnaði ekki að vísu oft á samkomum, en þeim mun dyggilegar við einstakl- inga og meðal vinnufélaga sinna. Samfélags- og sambýlismaður var hann ákjósanlegur. Eitt sinn dvaldi ég um tíma á heimili þeirra hjóna og voru þau mér sem góðir foreldrar. Af kvnningu minni við Jónas heitinn, var ég þess fullviss, að hann var einn af þeim sem rækti sitt daglega samfélag við Drottin Jesúm Krist þann- ig, að hann var reiðubúinn að mæta honum. Hann lifði eftir því, sem Hallgrímur Pétursson segir: ,,í Drottni ef viltu deyja, Drottni þá lifðu hér.“ — Öruog frelsisfullvissa hans og grandvart líferni var til fyrirmyndar. Minning hans er blessuð meðal þeirra sem þekktu hann. Innileg samúð fvlgir eftir'ifandi konu hans, sem hefur svo mikils misst við burtför hans. En það er undursamlegt að vita, að hann er genginn til fagn- aðar Herra síns, sem hafði keypt hann sér til handa með blóði sínu. — Keppum að því, við sem eftir lifum á jörðinni, að varðveitast trú allt til dauða, svo að við fáum gengið inn til dýrðar Drottins. KonráÖ Þorsteinsson• Hvar stendur þú? Ég, sem var blindur, en er nú sjáandi. (Jóh. 9, 25.) í hinum kristnu löndum mætir þú litlum hóp manna, sem veit, að áður voru þeir hlindir, en eru nú sjáandi. Hins vegar mætir þú öðrum litlum hóp, sem veit, að þeir eru ekki endurfæddir. En mitt á milli þessara tveggja hópa, finnur þú þann mikla múg af fólki, sem á það sameiginlegt, að það gerir sér enga grein fyrir því, hver afstaða þess er til Guðs, en vonar samt hið bezta. Margir af þeim álíta, að ómögulegt sé að fá neina fullvissu í þeim máhim í þessu lífi. Aðrir álíta, að hægt sé þó að öðlast hjálpræðisvissuna, og þeir hugsa sér að hljóta frelsið einhvern- tíma seinna. Kristur vill mæta þér. Gakk inn í herbergi þitt og loka dyr- unum að þér. Talaðu síðan í hreinskilni við Jesúm um sálar- velferð þina, og þú munt fá að reyna það, að hann mætir þér ooc svarar þér. Tak því næst Biblíuna og les. Gegnum lestur Guðs orðs mun Drottinn svna þér, og sannfæra samvizku bína urn, livað það er, sem skilur hig frá Guði. Seg honum blátt áfram, það sem þú veizt um sjálfan þig, að þú ert syndari, þá mun blóð hans hreinsa þig af syndum þínum. Þjáning hans og dauði fyrir þig, er sá grundvöllur, sem trú þín og djörfung verður að byggjast á. Eftir þetta skaltu hafa daglega umgegni þína við Krist, gegnum lestur Guðs orðs og bæn í herbergi þínu. Þá mun reynsla þín verða sú, að innan tíðar muntu hrópa af gleði: fig veit, aS Lausnari minn lifir! Hallesby. 51

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.