Afturelding - 01.08.1948, Blaðsíða 15

Afturelding - 01.08.1948, Blaðsíða 15
AFTURELDING Ég birti hér í þýðingu síðustu kveðjuna, sem ungur, dauðadæmclur maður sendi mér: ,,Ég er ungur — aðeins 19 ára gamall. Kalifornía er ættland mitt. Foreldrar mínir voru mjög fátæk- ir o<r faðir minn, sem var mikið eldri en móðir mín, kunni hvorki að lesa né skrifa. Hann var þræll áfengra drykkja, og þegar hann var ölvaður, kom hann heim og misþyrmdi inömmu og okkur börnunum. Heima hjá mér fengum við aldrei leyfi til að fara í sunnudagaskóla, og Biblían, Guðs orð, var aldrei lesin hjá okkur. Við báðum aldrei til Guðs og sunnudagurinn, Drottins dagur, var hjá okkur sem liver annar dagur. Við lifðum í myrkri, án þesss að vita um, eða gera okkur grein fyrir, að einnig við vorum kölluð af elskandi Frelsara, sem vildi bera byrðar okkar og gefa okkur hvild og frið. Aldrei Iieyrði ég talað um kraft. hans til að frelsa. — Ég hcyrði heldur aldrei sagt frá blóðinu, sem Iireinsar af allri synd. Ég vissi ekkert um upp- risuna né kraft frá Guði eða eilíft líf. f syndinni lifði ég og fyrsta bílnum stal ég, þeg- ar ég var tólf ára gamall. í kvöld sit ég í dauðaklefanum, ásamt bróður Öhrnell, og eftir fjórar klukkustundir geng ég síð- ustu skrefin, þangað sem aldrei verður snúið frá aftur. Lögin krefjast lífs míns. Það var dýrðlegur dagur á minni ungu ævi fyrir tíu mánuðum síðan, þegar bróðir Öhrnell kom inn til mín og fór að tala við mig og gaf mér Nýja testamenti. Hann bað mig um að lesa það með at- hygli og lofaði að korna aftur eftir tíu daga. í Nýja testamentinu mínu las ég um Jesúrn Krist, sem dó fyrir syndugt mannkyn, — og hvernig Guð sendi hann í heiminn, ekki til að dæma hann, heldur til þess að heimurinn skvldi frelsast gegn- um hann. Þegar bróðir Öhrnell og prédikari frá þeim stað, sem ég var áður í sem fangi, komu inn til mín og hjálpuðu mér til að lesa og biðja og viðurkenna syndir mínar fyrir Drottni, þá tók ég á móti Jesú sem persónulegum Frelsara mínum og fékk fyrir- gefningu á öllum syndum mínum. - Ég hafði stol- ið þrem bílum sínum úr hverjum stað, og hafði ég viðurkennt það, ásamt þjófnaði á 28 hjólbörðum í Portland Oregon. Þar að auki hafði ég, vopn- aður skammbyssu, rænt mann. Ég viðurkenndi allt, og dásamleg hvíld og ró komu yfir mig. Eg elskaði að lesa Biblíu mína, og síðan óskaði ég eftir að skírast. Það var dýrðlegur dagur þegar ég skírðist. Ég var skírður í baðkeri, því að um annan möguleika var ekki að ræða. En það var samt nógu stórt til þesss að hægt væri að dýfa mér í vatnið. Dýrð sé Guði um alla eilífðl Þegar heimurinn vildi ekki lengur neitt með mig hafa — þá tók Jesús mig í faðm sinn. í sál minni leynist alls enginn ótti við dauðann. Þótt ég gangi gegnum dauðans dal, óttast ég ekk- ert illt, því að Drottinn er minn hirðir urn tíma og eilífð. Vonir mínar eru ekki lengur bundnar við þenn- an heim, en ég trúi og veit, að bráðum fæ ég að verða einn í skaranum mikla, sem fóhannes sá — og enginn gat talið. Opb. 7,9. — Aldirnar út mun ég vegsama Lambið, sem bar syndir mínar og gerði mig hvítari en snjó. Dýrð sé Lambinu fyr- ir kraftinn sem Jjað gefur! Guð blessi ykkur öll, vinir. Lyftið blóðstökkta fánanum og gefið Lambinu dýrðina, því sem gat opnað innsigli bókarinnar. Hinzta kærleikskveðja frá dauðadæmdum bróð- ur ykkar í dauðaklefanum. Roy Wright. Hugljúf minning, — Olaf Sundstedt segir svo fra: Fyrir hugskotssjónum mínum, stendur alltaf skýr og hrein minning um aldraðan, trúaðan mann í Vastergötland. Hann lét Biblíuna sína liggja á eldhúsborðinu, þar sem hann var vanur að sitja við máltiðir. Á hverjum morgni, áður en hann gekk til verka sinna, las hann í Biblíunni og styrkti anda sinn. Við miðdagsverðinn fletti hann upp á ný og hélt ihugun sinni áfram, og sagði af og lil upphátt sæt og ljúfleg lofgerðarorð um Jesúm, fyrir náð hans og gæzku við sig. Þegar kvöldverðurinn kom, var Orðinu enn lokið upp, og þyrstur andi hans drakk af lind- um þess. Þessi trúaði maður var ávallt hamingjusamur og sæll, og átti ferskt og auðugt bænalif. Hann var grundvallaður og fastur í trúnni eins og bezt mátti verða. Daglega endurnýjaði liann lif sitt frá Ritningunum, neytti brauðs lífsins við allar ruáltíðir. Því var og, að þegar hann bað á samkomum, var sem bæinr hans opnuðu himininn yfir söfnuðinum. 63

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.