Afturelding - 01.08.1948, Blaðsíða 6

Afturelding - 01.08.1948, Blaðsíða 6
AFTURELDING vera staddur í samkomuhúsinu Síon á Siglufirði, þar sem Hvítasunnusöfnuðurinn rekur starf sittt og ég starfa nú. í svefninum fannst mér salurinn vera þéttsetinn af fólki. Enginn var þar ræðumaður, en til guðsþjónustugjörðar var fólkið samankomið. Þar sem ég sat, aftarlega í salnum, tók ég allt í einu eftir, að kraftur Guðs kom á sérstakan liátt fyfir þá, sem fremst sátu. Um leið var sagt: Við skul- um biðja. Þessi guðdómlegi kraftur færðist aftur eftir salnum og náði mér. Um leið vakna ég í rúmi rnínu og kippist við. Finn ég Jiað gjörla, að allur líkami minn og öll vera mín eru undirlögð yfir- náttúrlegum krafti Heilags Anda. Þá þegar rætt- ust bókstaflega í lífi mínu orðin, sent standa í Post- ulasögunni 2,4: Og þeir urðu allir fullir af Heilög- um Anda og tóku að tala öðrum tungum, eins og Andinn gaf þeirn að mæla. Líkamlega séð var ég sjálfur algerlega hlutlaus og á valdi þess kraftar sem fyllti mig. Það var þvi Andinn, setn gaf mér að tala annarri tungu, en ekki ég sjálfur. Ólýsanlegir blesssunarstraumar streymdu um allan líkama minn og gat ég ekki annað en þakkað Jesú, því að nú vissi ég, að hann hafði skírt mig nteð Heilögum Anda. Þakklæti mitt varð ef til vill meira, vegna j^esss hve lengi ég var búinn að biðja liann um að mæta mér á jrennan hátt. Á þessari næturstund kom Jrað berlega fram, sem Jesús segir um Heilagan Anda: Hann mun vegsama mig, því að af mínu mun hann taka og kunngjöra yður. Jóh. 16,14. Lofsöngur steig upp frá hjarta mínu til hans, sem hafði keypt mig með blóði sínu og geiið mér þesssa óverðskulduðu náðargjöf. Ég gat ekki sofnað fyrr en klukkan 4 um nóttina, jrví að sælan og gleðin yfirfylltu mig. Eftir Jjví sem tíminn hefur frá liðið, hefur mér skilizt betur, hve mikil dýpt og fylling eru í skírn Andans. Jesús kemur manni ósegjanlega nær. Ná- lægð lians finnur maður greinilegar, öryggið í jjjón- ustunni er meira og víðtækara svið í vitnisburðin- um. Ég tek undir það, sem svo mörg Guðs börn hafa sagt, að Andans skírnin sé eins og dyr að því, sem meira er og að hún muni auðvelda manni að- gang að því að nema og skilja betur leyndardóma Guðs ríkisins en ella. Af þessu sést, að maður er ekki nú þegar orð- inn fullkominn, heldur finnur maður meiri nauð- syn en oft áður til að sækja fram og öðlast meira frá Guði. Þannig sést greinilega, að þetta er ekkert til að skreyta sig með eða hrósa sér af, því að Vallinia Jþiui sem sefiunr Lag: I fornöld á jörðu. Við lofum þig, Guð, fyrir liðin ár nú. Ó, lát okkur vaxa að kœrleik og trú. Hér velgjörðir þinar, sem himininn hár ó, helgaðu, og blessaðu komandi ár. Ó! vek tnhia þjóð uþp með vakningagný. Þú voldugi Drottinn, gef blessun á ný. Gef sigur og heilbrigði sjúkdóms i þraut og sigurför þjóð minni á Guðsríkis braut. Hin íslenzka þjóð verði endurleyst þjóð, í andlegri merking með heilaga glóð. Að syndanna fjötrarnir falli af háls, en framgangi lýður þinn andlega frjáls. Hver þjóð, sem ei hlýðnast við heilög Guðs ráð, með hjálprœði krossins og Guðs sonar náð, mun falla i glötun, það fáum við séð af falli svo margra, sem hefur nú skeð. Öll Biblía Guðs er hans blessaða Orð, Brauðið hið andlega lifsins á storð. Þvi frelsið er Jesús, hans friðþæging ný, og förin um Cjolgata himininn i. Hve ulvarleg timamót, islenzka þjóð, ei af þér var krafið á vigvelli blóð, en vernd Guðs og almœtti vakti yfir þér, þinn vitjunartimi, hann kominn nú er. Guðriður S. Þóroddsdóttir. þetta gefst allt af náð. Og það bezta er, að frá Guðs hálfu er jretta ekki fyrir neina sérstaka, held- ur alla þá, sem öðlazt hafa frelsið í Kristi Jesú og þrá að helgast honum. Bæn mín til Drottins er, að allir þeir, sem ekki hafa eignazt þetta í líf sitt, mættu reyna það, sem skeð hefur allt frá dögum postulanna, gegnum aldirnar til okkar daga. Þér, sem ekki hefur skírzt með Heilögum Anda, vil ég gefa þetta ráð og styðst þar við eigin reynslu: Efast þú aldrei um fyrirheiti Guðs, bið þú óaflát- anlega, stundaðu hreinleik í lífi þínu. Þá mun Guð blessa þig. Einar Jóh. Gíslason■ 54

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.