Afturelding - 01.08.1948, Blaðsíða 2

Afturelding - 01.08.1948, Blaðsíða 2
AFTURELDING ans var komin og blés honum þeirri réttlátu mann- úðarhugsun í brjóst, að hefjast handa og ..byggja upp borg' mína," „og gefa útlögum mínum heim- fararleyfi." Það sem sérstaklega vekur eftirtekt manns í sam- bandi við þessa tvo spádóma er, að í báðum gefur Guð upp nöfn ófæddra manna, þó að árahundruð séu þangaðtil þeir fæðast.og framkvæmaráðsálvktun Iians. Þessir spádómar eru sjaldgæfir, en því eftir- tektarverðari. Þegar Guð grípur til þessara und- antekninga, gerir liann það auðvitað til þess, að lýður hans gefi því enn meiri gaum, er slíkir spá- dómar rætast. Með því að hann lætur persónunöfn og atburði renna þannig saman, svo að hvort um sig staðfestir hitt, þá ætlast hann til að þetta veki svo djúpa alvöru og Guðs ótta hjá mönnum, að þeir taki til sín þessa sígildu áminningu hans: „Fyrir því .... þá ver viðbúinn að mæta Guði þín- um, ísrael!“ Amos 4,12. í bæði skiptin, sem fyrrnefndir spádómar rætt- ust, gerði lýður Guðs iðrun og yfirbót. Til þess ætlaðist Guð líka. Þetta ber að hafa í huga, þegar þriðji hliðstæði spádómurinn verðar nefndur Iiér á eftir. Þann spá- dóm hefur Guði þóknazt aðláta standa lengur óupp- fylltan en hina báða. Ef til vill vegna joess, að menn veiti honum ])ví meiri athygli, þegar hann rætist. Þessi spádómur er Esikíel 34, 13., 23.-24.: „Og ég mun sækja þá til þjóðanna og saman safna þeim úr löndunum og leiða þá inn í land þeirra og halda þeim til haga á ísraelsfjöllum, í dölunum og á öllum byggðum bólum í landinu. . . Og ég mun skipa yfir þá einkahirði, hann mun halda þeim til haga, þjón minn Davíð. Hann mun halda jjeim til haga og hann mun vera þeim hirðir. Og ég, Drottinn mun vera Guð ]>eirra, og þjónn minn, Davíð, mun vera höfðingi meðal þeirra, ég Drottinn, hef talað það.“ I 2535 ár hefur þessi spádómur beðið eftir Guðs tíma. Hann var borinn fram árið 587 f. Kr„ en uppfylltur á miðnætti milli 14. og 15. maí síðast- liðinn. Á miðnætti þessa nótt skrifaði hinn fyrsti forsætisráðherra hins nýja Israelsríkis, Davíð að nafni, undir yfirlýsingu um það, að Ísraelsríki væri stofnað og þegar sjálfstætt. Öllu nafni heitir for- sætisráðherrann, Davíð Ben Gurion. Á fyrrnefndri nóttu rættist spádómsorð þetta: „Og þjónn minn, Athyglisverð dagbók. llvað mundi koma í ljós, ef Biblían þín héldi dagbók? Mundi l>að verða eitthvað likt því, sem birtist fyrir stuttu síðan í blaði einu? Það var Biblía konu einnar í kristilegum félagsskap, sem látin var halda dagbók þá, sem hér fer á eftir: 15. janúar: Hef legið hreyfingarlaus heila viku. Fyrstu kvöldin, sem eigandi minn átti mig, las hún mig reglubundið, en nú virðist svo sem hún hafi algerlega gleymt mér. 2. jebrúar: í dag var rykið þurrkað af mér. Eftir miðjan dag tók eigandi minn mig Iitla stund. Hún þurfti að leita að nokkrum ritningarstöðum. Að því loknu tók hún mig með sér í sunnu- dagaskólann. 7. marz: í dag var ég sett á minn gamla stað á ný. Ég hef nefnilega legið á forstofubekknum síðan ég fór í sunnudaga- skólann, með eiganda mínum. 2. apríl: Vandræðalegur dagur. Eigandi mirm þurfti að opna einhverskonar félagssamkomu og vildi þá hafa á takteinum all- mörg ritningarorð. Þetta tók mjög langan tíma og mikla fyrir- höfn. 5. maí: Allan seinnipart dagsins hef ég verið á ömmuknjám. Hún er í heimsókn hjá eiganda mínum. 6., 7., 8., 9. maí: 1 dag er ég líka á knjám ömmu. Þar er gott að vera. Ymist les hún í mér eða hún talar við mig. 10. maí: Nú er amma farin. Hún kyssti mig þegar við skildum. Ég er nú komin aftur á minn gamla stað. 4. júlí: Hef verið pökkuð niður í tösku, með ýmiskonar fötum og öðru dóti. Líklega erum við að leggja af stað I ferðalag, eða það grunar mig minnsta kosti. 10. júlí: Ligg ennþá í töskunni, enda þótt búið sé að taka allt annað tipp úr henni. 15. júlí: Komin heim á ný og sett aftur á minn venjulega stað. Ég held endilega að við höfum verið á ferðalagi, enda þótt ég skilji ekki, hvers vegna ég var tekin með. 1. ágúst: Mjög heitt. Ofan á mér liggur all-mikið af heims- blöðmn. Þar ofan á liggur skáldsaga, og því næst hattur. Vildi svo gjarna að þetta yrði tekið ofan af mér. 12. september: Var notuð nokkrar mínútur i dag. Eigandi minn þurfti að skrifa bréf til kunningjastúlku sinnar, er misst hafði bróður sinn. Hún vildi senda henni minnisvers. Hér Ivkur þessari stuttu, en athyglisverðu daghnk. En tular þetta nokkuð til þín? Mundir þú bola það — blygðunarlaust — að sjá dagbók, sem Biblían þín héldi? ,,De Ungas Tidning". Mörg ÁN. Kínatrúboði nokkur hefur sagt: Átakanlega mörg ÁN eru skrifuð yfir heiðindóminn. Karlar og konur eru ÁN Biblíu, ÁN sunnudags, ÁN bæna, ÁN lof- söngva. Þeir hafa stjórnendur ÁN réttlætis. Þeir eiga heimili Án friðar, hjónabönd ÁN heilagleika. Þar lifir unga fólkið ÁN hugsjóna, börnin ÁN hreinleika, mæðurnar ÁN öryggis og sjálf- stjórnar. Þar eru fátækir ÁN hjálpar, sjúklingar ÁN aðhlynn- ingar. Syrgjendur ÁN samúðar, synd ÁN yfirbótar, dauðinn ÁN vonar. Allt þetta má segja með orðunum: ÁN KRISTS. 50 The Missionary Challenge U. S. A.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.