Afturelding - 01.08.1948, Page 12

Afturelding - 01.08.1948, Page 12
AFTURELDING Jesús blessar börnin Jcsús sagði: „Leyfið börnunum, og bannið þeim eigi, að koma til mín, Javí að slíkra er himnaríki.“ Matt. 19, 14. Það er mikil náð að mega koma með smábörnin til Jesú, barnavinarins mesta, til þess að hann frelsi Jiau og lýsi Jieim með ljósi sannleik- ans. Hann, sem er ljós heimsins og kominn í heim- inn til þess að leita að hinu týnda og frelsa Jiað. En það eru þeir einir, sem hafa fundið Krist og gerzt lærisveinar lians, sem geta borið börnin sín til hans. Hinir geta það ekki, sem ekki hafa fund- ið hann og Jiekkja ekki hinn rétta veg lífsins. ,,Guð hefur gefið oss eilíft líf og þetta líf er í syni lians, sá sem hefur soninn, hefur lífið, en sá, sem ekki hefur Guðs son, hefur ekki lífið,“ segir Guðs orð. Jesús sagði: „Verið í mér og Jiá verð ég líka í yður. — Ef þér eruð í mér og orð mín eru í yður, þá megið þér biðja um livað sem þér viljið og það mun veitast yður.“ Og enn segir hann: „Sá, sem elskar mig, hann mun varðveita mín orð og Jiau orð, sem ég tala til yðar, eru ekki mín, heldur orð Föðurins, sem sendi mig.“ „En Guðs orð er lifandi og kröftugt og beittara liverju tvíeggjuðu sverði, og vel fallið til að dæma innstu hugrenningar og ráð hjartans." Jesús gaf lærisveinunum fyrirskipun um að boða fagnaðarerindið öllum þjóðum. Hann sagði: „Sá, sem trúir og verður skírður, mun hólpinn verða, en sá, sem ekki trúir, mun fyrirdæmdur verða." Mark. 16, 16. En trúin kemur fyrir boðunina, og skírnin er sem Kristur sagði: „Ekki gef ég yður eins og heirn- urinn gefur.“ Þetta er þá vitnisburður minn. Hann er um lang- lyndi Guðs við mig, um kærleika hans og náð, sem beið eftir mér svo lengi, lengi. Og eins bíður hann eftir þér, sem lest vitnisburð minn, og hefur ekki enn tileinkað þér frelsisverk hans. Gerðu Jiað sem fyrst, svo að Jiú hljótir hamingju og sælu. Leit- aðu Guðs meðan hann er að finna og kallaðu á liann meðan hann er nálægur. í því liggur heill þín. Ebbn Eiríksdóttir. fyrir Jrá sem hólpnir eru orðnir fyrir trúna á Jes- úm. Þess vegna er nauðsynlegt að bera börnin til Jesú og biðja hann að blessa Jiau og gefa þeim trúna á lians Heilaga Orð, þegar hægt er að fara að boða Jieim Guðs orð, og segja Jieim söguna um Jesúm og allt sem hann hefur kennt okkur og gert fyrir okkur. F.n hverjir eiga að bera börnin lil Jesú? Það geta Jieir einir, sem hafa fundið Krist og eru leiddir af Anda hans. Jesús sagði: „Enginn getur komið til mín, nema Faðirinn, sem sendi mig, dragi hann.“ Af Guðs orði getum við séð, að Jesús vill ekki að börnin séu „skírð“, Jiegar þeim er gefið nafn. En að kalla nafngjöfina skírn, er málvilla. Skírnin hefur allt aðra merkingu í Guðs orði, en nafngjöl. Skirnin er niðurdýfing til að greftra syndarann. Þess vegna er skírnin ekki aðeins inntökuskilyrði í hinn staðbundna söfnuð Guðs eða Krists, heldur á hún eða við með henni, að greftra hinn gamla Adam (syndarann í okkur), svo að við getum íklæðzt Kristi og gengið veg helgunarinnar með honum. Ekki skulum við heldur hugsa, að náð Guðs börn- unum til handa sé bundin við skírnina, svo að börnin verði ekki náðar hans aðnjótandi án henn- ar, Jiví að náðin er okkur veitt í Jesú Kristi fyrir trúna á hann. En skírnin er bæn um góða samvizku við Guð. „Lögmálið var gelið fyrir Móses, en náðin og sannleikurinn kom fyrir Jesúm Krist.“ Jóh. 1,17. Og postulinn Páll segir: „Þar, sem syndin jókst, Jiar flóði náðin yfir enn meir." Róm. 5,20. En nú vill einhver spyrja: „Hverjir eiga að skíra og hvern- ig á að skíra?“ Svarið er augljóst út íTá Guðs orði. Þeir, sem Jesús hefur kallað til að boða hignaðar- erindið hafa rétt til Jiess að skíra þá, sem trúa á Jesúm af öllu hjarta og Jirá skírn eftir Guðs boði. Eins og Jiað var í frumkristninni, svo á Jiað að vera á öllum öldum, því að Drottinn er hinn sami, og liann er með sínum alla daga, allt til enda ver- aldar, eins og hann hefur lofað. Söl'nuður Guðs er líkami Krists. Þess vegna má 'ekki Jijónustan í söfn- uði Guðs breytast frá því, sem var í frumkristninni. Orð Guðs segir nákvæmlega fyrir um, hvernig eigi að skíra. Jóhannes var sendur af Guði til að skíra iðrunarskírn til fyrirgefningar syndanna. Og hann skírði niðurdýfingarskírn, alla, sem komu til hans og játuðu syndir sínar. En Jesús sagði, að Fari- searnir og hinir skriftlærðu hefðu ónýtt Guðs ráð- stöfun til sín, með því að láta ekki skírast af Jó- 60

x

Afturelding

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.