Afturelding - 01.08.1948, Page 9

Afturelding - 01.08.1948, Page 9
AFTURELDING Viðtal við Ólafíu Gundersen Síðastliðið vor kom ísleiizk kona frá Noregi, sem verið hefur lengi utanlands. Hún heitir Ólavía Gundersen. Þetta er trúuð kona og stendur í Hvíta- sunnusöfnuði í Noregi. Eftir að hún hafði verið meðal okkar á sumarmótinu á Sauðárkróki, bað maður frá lilaðinu hana um stutt samtal, sem hun var fús að veita. — Hvað liefur þú verið lengi erlendis? — 25 ár, samfleytt. — Þá hefur þú hlotið að vera ung, þegar þú fórst út, því að þú sýnist vera enn ung. — Ég var nítján ára, þegar ég fór af Íslandí. Er fædd í Dýrafirði. Sem fimm ára barn, man ég svo glöggt eftir því, hvað ég þráði það heitt, að finna pabba minn, sem mér var sagt að væri einhvers staðar úti í löndum. — Var faðir þinn ekki íslenzkur? — Jú, en atvikin fléttast alla vega í þessum heimi, og faðir minn dvaldi nú í útlöndum. Ég þráði ákaflega að finna föður minn, og hugsaði mér, á meðan ég var enn lítið barn, að leggja allt í sölurn- ar til þess, þegar ég yrði stór. Ég skrifaði honum, en svör við bréfum mínum komu engin, og hryggð- in skar mit,t unga barnshjarta. Loks kom svar við bréfi, sem ég skrifaði, þegar ég var níu ára göm- ul, eftir 8 ár. Þá var ég orðin 17 ára. í því bréfi býður pabbi mér að koma til Noregs og finna sig þar. Ég gladdist ósegjanlega. Ýmsra ástæðna vegna, gat jietta þó ekki orðið fyrr en eftir 2 ár, eða þegar ég var 19 ára. Eftir 2 ár í Norgei dó faðir minn. Eigi að síður réði ég Jaað við mig að vera kyrr í Noregi, enda kunni ég vel við mig |:>ar í landi að öllu leyti. — Kynntustu fljótlega trúarlífi í Noregi? — Nei, fyrstu 8 árin þar, kynntist ég kristilegu starfi ekki neitt. En eftir þann tíma, þá var það eitt sinn, að vinstúlka mín bauð mér á samkomu til Hvítasunnufólks. Og það eftirtektarverða var, að um leið og hún fór j^ess á leit við mig, greip mig einhver létt gleðikennd í sambandi við Jjetta, áður en við fórum af stað. Á Jjessari fyrstu sam- komu frelsaðist ég. Orðið, sem prédikað var, grei]) lijarta mitt svo alvarlega, að það var eins sjálfsagt Ölafía Gundersen. og eðlilegt fyrir mig að ganga fram og leita frelsis þennan dag og nokkuð gat verið. — Hefur þú staðið síðan með Hvítasunnumönn- um í Noregi? — Já, J)ví að strax og ég var búin að átta mig á niðurdýfingarskírninni, tók ég hana og gekk inn í söfnuðinn, enda elska ég safnaðarlífið. Það er yndislegt. — Og Jjú hefur fengið skírn Heilags Anda. — Það leyndi sér ekki, þegar ég heyrði Jjig biðja í fyrsta skipti. — Já, Guði sé lof fyrir það! Drottinn hefur skírt mig í sínum Heilaga Anda og verið trúfastur við mig í öllum fyrirheitum sínum, eins og Hann er gagnvart öllum, sem elska hann og hlýða Honum. — Hvar býrðu annars í Noregi? — í Mjöndalen. Það er að nokkru leyti verk- smiðjubær frá Drammen. — Er sérstakur Hvítasunnusöfnuður í Mjöndal- en? — Já- — Og hvað stór? — Söfnuðurinn er um 200 meðlimir. í Drammen er aftur miklu stærri söfnuður. Annars er blómlegt starf í báðum Jjessum söfnuðum. — Hvernig finnst þér svo bragðið að andlega lífinu hér hjá okkur, nú eftir að Jjú ert búin að vera hér á sumarmótinu? — Hér hefur mér liðið vel. Ég finn að jiað er frjáls andi og kærleiksríkur á meðal ykkar. Og svo er annað, að íslendingseðlið finnur sig svo vel heima meðal íslendinga. Ég er Guði óendanlega þakklát, að hafa mátt kynnast Hvítasunnustafirnu 57

x

Afturelding

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.