Afturelding - 01.08.1948, Blaðsíða 11

Afturelding - 01.08.1948, Blaðsíða 11
AFTURELDING cfrá dauda til lí/s VITNISBURÐUR. Ég loia Drottin minn og Frelsara fyrir það, að hann hefur gelið mér lifandi trú í stað dauðrar trúar, og iifandi orð í stað bundins bókstafs. Fyrir sextán árum eignaðist ég afturhvarfsreynslu mína. Þá fæddist ég inn í Guðs ríki. Eg var oi'ðin móðir og átti indæla litla stúlku. En þegar hún var misseris gömul, veiktist hún af fungnabólgu. Læknis var vitjað, og minnist ég þess enn, þegar hann var að ldusta hana. Hún lá á kodd- um í kjöitu minni, og mér fannst ég heyra skó- hljóð dauðans í herberginu lijá mér. Læknirinn lagði frá sér hfustunartækið, tók upp meðalaglas úr vasa sínum og sagði: „Það má reyna að gefa henni þetta.“ Setning þessi var sögð af samúð og kærfeika, enda hef ég afdrei gleymt henni. Fimm sólarhringa sat ég með iitla, veika barnið mitt og þá feið sál þess til Guðs, en lítið og kalt líkið lá enn í kjöltu minni. Nokkur stund leið, áður en mér fyndist ég geta lagt það frá mér. En þegar ég fékk mig til þess, og var að hagræða því, eins og það væri hluti af sjálfri mér, var sem þessari sjmrningu væri ýtt inn í lijarta mitt: Ef þú lægir nú lík, hvar væri þá sáf þín? Um barnssálina var ekki að efa/:t, hún var komin til Guðs — en þín? Ég skildi það seinna, að það var rödd Guðs, sem talaði þarna í hjarta mínu. Nú komst hún að sál minni, af því að lijartað var gljúpt af sorginni. En syndin, sem er broddur dauðans, þrýsti í líf, er grafizt hafði í þyrnum og þistlum heimshyggju og sjálfselsku. Og þetta líf, sem Guð var nú að grafa eftir og leita að, særðist af syndinni. Hún stóð á milli mín og Guðs. Ég hafði enn ekki kom- ið með skuldabréf sálar minnar og beðið Jesúm að má j^að út með blóði sínu. í stað þess að beygja þarna strax kné mín og biðja Guð að fyrirgefa mér afbrot mín, með föstum ásetningi um, að hverfa ekki til míns gamla lífs aftur, reyndi ég að standa áfram í veikum, ímynduðum sjálfsmætti. Ó, hefði ég þá verið nógu auðmjúk og viljað leita huggunar á réttum stað, jjá hefði ég ekki staðið eins einmana í sorginni og raun var. En samt sem áður fann ég það ljóslega, þegar frá leið, að hér liafði Guð brotið blað í minn and- lega dauða. Guðs Andi hafði snert hjarta mitt og sannfært mig um synd, réttlæti og dóm. Og enda jjótt árin liðu, án þess að ég gerði alvöru úr því að ákveða mig fyrir Krist, þá fór ég samt að hugsa meir og meir um eilífðarmálin, og las Guðs orð að jafnaði. Svo var jaað eitt sinn, eftir að ég var orðin mikið vakin af Guðs Anda, að ég las Mark. 16, 16 og tók jjessi orð algerlega til mín: ,,Sá, sem trúir og verður skírður, mun iiólpinn verða, en sá, sem ekki trúir, mun fyrirdæmdur verða.“ Nú sá ég svo skýrt, sem mest mátti vera, að trúin varð að ganga á undan öllu, trúin var byrjunin, hlvðnin áframhaldið. Og fyrsta skrefið á braut hlýðninn- ar var skírnin. Hin sáluhjálplega trú var komin inn í hjarta mitt, ég sá að ég var endurleyst fyrir dauða Jesú Krists. Hann var orðinn minn persónu- legi Frelsari. Síðan sá ég skírnina, sem fyrstu fram- kvæmd mína á þesssum blessaða lífsins vegi. Oft var ég búin að halda börnum undir ,,skírn“, en aldrei hugsaði ég um það, hvort þessi athöfn ætti sér stað í Guðs orði eða ekki. En nú fór ég að rannsaka þetta af kostgæfni. Ég las og las, en fann hvergi neinn stað, sem gaf átyllu fyrir „barnaskírn- ina“. En Jsvert á móti sá ég hitt svo skýrt, sem verða mátti, að trúin varð alls staðar að vera fyrir hendi, þegar skírnin var framkvæmd. Ómálga barn á auð- vitað enga trú, það skilja allir, þegar þeir hugsa um jjað. Jesús gaf fyrirmyndina, og hann bauð lærisveinum sínum að vera eftirbreytendur sínir. Það er látið heita svo, að þegar barnið „fermist", jjá staðfesti það „barnaskírnina". Ég man vel ferm- ingardaginn minn. Mér fannst allt rísa gegn því í sjálfri mér að vinna }oað heit, sem mér var upp á lagt. Og það var vegna þess, að ég var alveg viss um það, að ég gæti ekki efnt það sem ég var þving- uð til að heita. Ég liafði ekki þrek til að rísa gegn Joessari siðvenju, þó að mig langaði til þess, svo að ég var alveg niður brotin andlega allan fermingar- daginn minn, yfir því að hafa gert lieit um það, sem ég fyrirfram vissi að ég mundi brjóta. Þarna leið barnatrú mín skipbrot sitt. Og ég man það alltaf, hvernig samvizkubitið af því að hafa gert þetta heit, smá dofnaði og ég varð sljórri og sljórri fyrir eilífðarmálunum, allt til þeirrar stundar, er Guðs Andi snerti við mér, við banabeð barnsins míns. En joegar ég var komin til trúar, og tók skirnina, eftir að ég var orðin fullviss um fyrirgefn- ing synda niinna, joá var ekki hryggð fyrir að fara í hjarta mínu. Þann dag fékk ég að reyna það, 59

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.