Afturelding - 01.08.1948, Blaðsíða 16

Afturelding - 01.08.1948, Blaðsíða 16
AFTURELDING HVAD STENDUR SKMFAD? „Hann sagði nú aftur við þá: Ég fer burt, og þér munuð leita rnin, en — þér muriuð deyja i synd yðar, þangað sem ég fer, getið þér ekki kom- izt. Gyðingarnir sögðu þá: Skyldi hann eetla að fyr- irfara sér, lír því að hann segir: Þangað sem ég íer gelið þér ekki komizt. Og hann sagði við þá: Þér eruð neðan að, ég er ofan að, þér eruð af þess- um heimi, ég er ekki af þessum heimi. Þess vegna sagði ég við yður: Þér munuð deyja i syndum yð- ar. Þvi að ef þér trúið ekki, að ég sé sá sem ég er, þá munuð þér deyja í syndum yðar.“ Jóh. 8,2i—2k. Lceknirinn og frjálshYggjumaðurinn. Dr. Forbes Winslow var velþekklur geðveikralæknir. Eitt sinn kom ungur Frakki til hans, með ineðmælabréf frá Napoleon III. I bréfinu óskar keisarinn þess, að Dr. Winslow leggi kunnáttu sína fram við að lækna þenna unga mann, sem var í miklu áliti hjá keisaranum. Um leið og ungi maðurinu gekk fyrir lækninn, játaði hann þetta fyrir honum: Ég er frjálshyggjumaður, og faðir minn va'' það á undan mér. Á hverju kvöldi, þegar ég ætla að fara að sofa, kemur þessi spurning fyrir mig: Eilífðin! Hvar verð ég alla eilífðina? Þessi óvissa veldur mér svo miklum óróleika, að ég get ekki sofið. Dr. Winslow sagði alvarlegur á svip: Ég get ekki hjálpað yður, en ég get bent yður á annan lækni, sem getur það. Hann tók nú Biblíuna sína, mikið notaða af skrifborði sínu, fletti upp í henni, og las hátt: „Vorar þjáningar voru það, sem hann bar, og vor harmkvæli, er hann á sig lagði. Ilann var særður vegna vorra synda og kraminn vegna vorra misgjörða, hegningin, sem vér höfðum til unnið kom niður á honum og fyrir hans benjar urðum vér heilbrigðir." (Jes. 53, 4.—5.) Hinn ungi maður varð fölur af reiði og svaraði: — Doktoi ! Viljið þér á þenna liátt láta mig skilja, að maður, sem situr í háu embætti í vísindum, eigi að trúa svo gömlum fáfengileika, sem kristindómurinn er? Hinn þekkti læknir svaraði rólegur en alvarlegur: Ég trúi nf öllu hjarta á Jesúm Krist og Biblíuna. Og með því að trúa á Krist og Biblíuna hef ég komizt hjá því að verða eins og þér eruð nú. Ungi maðurinn beygði höfuð sitt andartak. Þvi næst leit hann upp og sagði: Ef ég er ærlegur maður, þá ætti ég að vera fús að hugsa um það, sem þér hafið sagt mér. Eftir nokkra þögn bætti hann við: — Viljið þér uppfræða inig? Dr. Winslow kvaðst fúslega verða við þeirri ósk og varð glaður við. Litlu seinna hvarf ungi maðurinn heim lil sín, sem frelsaður maður, heill heilsu, og trúr lærisveinn Krists. The Allianes Week 11. S. A. Boðið til brúðkaups. Þú og vinir þínir eruð hjartanlega boðnir til liins himneska brúðkaups Guðs sonar, og getur það orðið á hvaða augnabliki sem er úr þessu. „Liðið er á nóttina, en dagurinn i nánd.“ Athugih: Aðeins þeir sem eru klæddir himini bimnesku brúð- kaupsklæðum geta fengið þátttöku í brúðkaupinu (Matt. 22, 11.—14.) Brúðkaupsklæði fær hver sem vill, án peninga og annars kostn- aðar. Viðkomandi þarf aðeins að taka á móti Kristi áður en boðsdagurinn, það er að segja, náðardagurinn er liðinn. Kristur borgaði aðgöngumiðann fyrir alla, þegar hann dó á Golgata. Opnaðu aðeins lijarta þitt og réttu fram liönd þína og þá er þetta allt þitt. Enginn má telja sér trú um, að hann sé óvelkominn til brúð- kaupsins, því að brúðguminn hefur sjálfur sagt: Komið til mín, allir þér, sem erfiðið og þunga eru blaðnir, og ég mun veita yður hvíld. (Matt. 11, 28.) Hann segir enn- fremur: Þó að syndir yðar séu sem skarlat, skulu þær verða livítar sem mjöll. Þó að þær séu rauðar sem purpuri, skulu þær verða sem ull. (Jes. 1, 18.) Og enn segir: Ef vér játum syndir vorar, þá er hann trúr og réttlátur ,svo að liann fyrirgefur oss syndirnar og hreinsar oss af öllu ranglæti. (1. Jóh. 1, 9.). Góði lesari, ef þú ert sjálfur búinn að taka við brúðkaupsklæð- um þínum og ert þegar tilbúinn að ganga inn til brúðkanpsins, þá gerðu svo vel að skila því til nágranna þíns, að hann sé hjartanlega boðinn, og hvettu hann mjög til að taka boðinu, og flýta sér! Sælir eru þeir, sem boðnir eru til brúðkaupsveizlu Lambsins. (Opinb. 19, 9.) Sjá, brúðguminn kemur, gangið út til móts við hann! (Matt. 15, 6.) Leiðrétting. 1 greininni „Guð talar í draumi, í nætursýn“, sem birtist í síðasta tölublaði Aftureldingar, segir, að samkoman hafi verið hald- in í Viðfirði. Þetta er ekki alveg rétt, heldur var hún lialdin á svo kölluðum „Suðurbæjum", en þótt þeir séu að vísu sama megin og Viðfjörður, þá heyra þeir honum ekki til. Misritun þessi hefur orðið, þegar handritið var vélritað, áðtir en það fór í prentun. Þetta leiðréttist nú. Ritslj. Til kaupenda Aftureldingar. Ritstjórn blaðsins vill vinsamlega vekja athygli þeirra áskrif- enda, sem ekki liafa greitt blaðið, á því, að gott væri að gera skil sem allra fyrst. Ritstj. AFTURELDING kemur út annan hvorn mánuð og verður 80—90 síður á ári. Árg. kostar kr. 10,00 og greiðist 1. febr. Verð í Vesturheimi 2 doll. og á Norðurlöndum kr. 10,00. í lausasölu kr. 2,00 eint. Ritstjórar: Eric Ericson og Ásm. Eiríksson. — Sími 6856. — Útg. Filadelfia. — Ritstj. og afgr.: Hvorfisgötu 44, Reykjavík. BORGARPRENT - REYKJAVIK 64

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.