Afturelding - 01.08.1948, Blaðsíða 5

Afturelding - 01.08.1948, Blaðsíða 5
AFTURELDING Yakinn a.f svefni með skírn Andans Eftir að hafa verið frelsaður í 8]/> ár, fékk ég að reyna þessa undursamlegu gjöf', sem Jesús hefur heitið öllum börnum sínum í Orðinu. Strax í byrj- un trúarlífs míns sá ég það af Ritningunum, að Drottinn Jesús skírði færisveina sína forðum með Heilögum Anda. Jafnframt þessu heyrði ég trúar- systkini mín vitna um, að þau hefðu öðlazt skírn Andans og í þriðja lagi átti það sér stað, að ég var viðstaddur, þegar einstaklingar fengu þessa gjöf. Það leiddi því eins og af sálfu sér, að ég fór að biðja um skírn Andans og var það ekki að ástæðu- lausu, því að sá maður, sem hefur fengið að „smakka, hvað Drottinn er góður,“ þráir alltaf meira. Enda er það eðli hans, ef hann hefur heil- brigt samfélag við Guð, að „sækja, eins og nýfætt barn, eftir hinni andlegu og ósviknu mjólk. svo að hann af henni geti dafnað til lijálpræðis." Ég heyrði eitt sinn þekktan kristniboða liér á landi þakka Guði fyrir það, að með endurfæðing- unni hefði hann skírzt Helögum Anda. Margir hafa haldið þessu fram, að ónauðsynlegt væri fyrir Guðs börn að biðja um skírn Andans, því að þeir, sem liefðu endurfæðzt fyrir starf Fleilags Anda, þeir ættu þegar skírn Andans. Kenningunni um, að tungutal sem tákn ætti að fylgja skírii Andans, hefur þar Dýrmætasta stund samverunnar var í lok móts- ins, þá er hópur af ungu fólki nteð innilegri bæn um nýjan kraft af hæðum helgaði sig á ný til þjónustunnar og Drottinn svaraði bæninni með eldlegum blessunarstraumum. Dýrð sé Guði! Sér- staklega þeir vinir, sem eftir mótið höfðu hugsað til að fara út um landið í trúboðsferðir, eins og nú er orðin árleg venja, munu hafa beðið til Drott- ins á líkan hátt og Móse: „Fari auglit þitt eigi með, þá lát oss eigi fara héðan.“ Og Hann, er engan lætur synjandi frá sér fara, opinberaði einnig nú sína dýrð fyrir þessum litla lærisveinahópi. Lofað sé lians blessaða nafn! Kr. S. Einur Jóh. Gíslason. af leiðandi verið sleppt og gildi þessarar blessuðu náðargjafar Guðs því ekki komið fram, hvorki í kenningu, sem náðargjöf og tákn, eða lífi einstakl- inganna. Hitt skal þó viðurkennt, að til eru dærni íyrir þvíy að menn hafi öðiazt skírn Ileilags Anda með tungutali sem tákni sama daginn og þeir end- urfæddust. Það kemur þó mjög sjaldan fyrir og lieyrir til undantekningum. Þó svo að ég hafi oft öðlazt mikla fyllingu Anda Guðs og fengið kraft í líf mitt til vitnisburðar og þjónustu fyrir Jesúm Krist, eins og margir aðrir, þá fannst mér alltaf undir niðri eitthvað vanta í trúarlíf mitt. Ég spurði ekki menn að því, hvað það væri, því að surnir scigðu: Þú átt nóg. En Biblí- an segir okkur, að þegar fylling Andans kom yfir lærisveinana, þá fylgcli tungutal með. Það var því þetta, sent ég þráði og bað um. Mér fannst því oft einkennilegt að dráttur skyldi verða á bænasvarinu og ég spurði stundum sjálfan mig og Guð: Hvers vegna verð ég að bíða? Hvers vegna öðlast ég ekki þetta? En það sannaðist hér sem svo oft annars stað- ar, að Guð hefur sína eigin vegi. Og eitt er víst, hann kemur aldrei of seint. Ég bað því stöðuglega í trú, án þess að efast, og kappkostaði að lifa í hrein- leika frammi fyrir Guði mínum. Meira krefst hann ekki af börnum sínum. Því var ég fullviss um, að fyrr eða síðar væri blessunin mín. Sunnudagsnóttin 11. júlí 1948 verður mér ó- gleymanleg, því að þá skírðist ég með Heilögum Anda. Ég lagðist til hvíldar um kvöldið og sofnaði eftir nokkkra stund. Ég vissi ekkki, hvað langur tími leið, þar til mig fór að dreyma. Mér fannst ég 53

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.