Afturelding - 01.08.1948, Qupperneq 10

Afturelding - 01.08.1948, Qupperneq 10
AFTURELDING Þetta gerist á okkar dögum Framhald aí bls. 50. Davíð, mun verða höfðingi meðal þeirra.“ Á herð- um hans mun framkvæmdavaldið hvíla í náinni framtíð fyrir hönd hins nýja ríkis. í skaut hans fellur, fremur en nokkurs eins manns annars, eftir því sem nú horfir, að „vera þeim hirðir“, „sækja hið lirakta, binda um hið limlesta og koma þrótti í hið veika“ af Jrjóð sinni, senr nú er heimilislaus í Evrópu og víðar „og leiða þá inn í land þeirra." Þetta gerist á okkar dögum. Á þeim tímamótum, sem Ísraelsríki stendur nú, eru ráðamenn þess eðlilega næmir fyrir afstöðu ann- arra ríkja og forystumanna þeirra til sín. Trúman Bandaríkjaforseti hefur staðið fast með málefnum Gyðinga, og er það ekki kornið í ljós, nema að litlu leyti, hve mikla þýðingu það liefur haft fyrir hið unga ríki, að Trúman hefur verið forseti Banda- ríkjanna síðan stríðinu lauk. Þetta hafa Gyðingar metið mjög við hann og Bandaríkin. í viðurkenn- ingarskyni var forseta Ísraelsríkis falið að færa Trú- man þá sjaldgæfu heiðursgjöf, er sést á forsíðu blaðsins. í ljósi þess, sem gerist nú í Palestínu og víðar um heim, er sem brúður Krists — hinir trúuðu — standi við hjólsporið. Vagninn, sem tekur hana heim til Drottins, getur komið á hverri stundu DavíS B. Gurion, /ursœtisráSherra, skrijar undir yfirlýsingu um sjálfslœtt Israelsríki, nóttina milli 14.—15. rnaí s.l. sem er. — Eins og fyrr var sagt, þá varð það svo, að þegar hinir tveir fyrstnefndu spádómar, sem getið er um í þessari grein, rættust, auðmýkti lýð- ur Guðs sig í bæði skiptin, gerði iðrun og yfirbót og þrengdi sér nær Drottni. Á sama hátt, og þó miklu fremur, ætti uppfylling þessa spádóms að vekja trúaða menn af hvers konar andvaraleysi, svo að þeir gefi gaum viðvörunarorðum Guðs síns: „Ver viðbúinn að mæta Guði þínum!“ A. E. á íslandi af eigin raun, því að á meðan ég var heima í Noregi, var ég oft búin að spyrja sjálfa mig, hvernig þessu starfi miðaði áfram heima á ís- landi. Nú hef ég fengið að sjá það með eigin aug- um, og fer til baka aftur með Ijúfar og yndislegar minningar frá samverunni með ykkur. — Svo að þú ætlar að hverfa til Noregs aftur? — Já, ég fer sennilega út aftur í ágúst. Verð þangað til á ísafirði að mestu, því að þar er móðir mín. — Ef til vill kemur þú aftur til íslands, og geng- ur í lið með okkur hér í starfinu í Guðsríki? — Ekki er það líklegt, því að ég á heimili í Noregi, og tvö börn. Ég missti manninn minn á hernámsárunum. En ég finn það, að ég muni leggja mig meira fram til að biðja fyrir starfi Drottins á íslandi en áður. Sá vöxtur, sem það hefur liaft hin síðustu ár, gefur mér meiri áliuga fyrir því hér eftir. Hins vegar veit ég, að allt er undir því komið, að Guðs barnið lilýðnist skilyrðislaust vilja Drott- ins og bendingum lians, því að á vegi hlýðninn- ar er blessunin, en annars staðar ekki. Og þess vegna þýddi ekki fyrir mig að ætla að reyna að standa á móti því, ef Drottinn sýndi mér það, að ég ætti að fara til íslands aftur, enda þótt ég sé eðlilega fastbundin Noregi á einn og annan liátt. — En, sem sagt, það er varla trúlegt, að Guð kalli mig þannig til íslands, eftir svo mörg ár. — Nei, líklega verður þetta ekki, systir Ólafía, en jró vitum við aldrei hvað orðið getur, jiví að vegir Drottins eru órannsakanlegir. En ég þakka jrér fyrir þetta stutta samtal, og Guð gefi þér á- nægjulegt sumar hér og svo góða ferð heim til Noregs, þegar að því kemur. 58

x

Afturelding

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.