Afturelding - 01.04.1976, Blaðsíða 12

Afturelding - 01.04.1976, Blaðsíða 12
Kveðjugjöf Fíladelfíusafnaðarins til eins og sérhvers Svía var vandað eintak Nýjatestament- isins á íslenzku. Til að maeta kostnaði við heimsóknina voru teknar þrjár fórnir og náðu endar saman. Á ferðalögunum voru fararstjórar Daniel Glad og Einar J. Gíslason. Bílstjórar vom Kornelíus Traustason og Páll Axelsson og Viðar Waage. I endaðan marz komu til landsins, til stuttrar dvalar, Kristín og Peter Inchcombe, ásamt syni. Starfssvið þeirra er nú í Bandarxkjunum. Mikil hreyfing var á safnaðarfólki Fíladelfíu um Páskana. Fór það vítt og breytt um landið til samkomuhalda, að slepptum heimsóknum í hadi og sjúkrahús, elliheimili og stofnanir hér í borg og næsta nágrenni, þá má geta þessa. ÖIi Ágústsson fór lengst, eða til Vopnafjarð- ar. Miðvikudag í Dimbil-viku. Var hann kominn austur samdægurs. Með vinunum þar eystra hélt hann 5 samkomur og taldi til jafnaðar 37 manns i hverri samkomu. Mun það ekki langt frá 10% af íbúum kauptúnsins. Eins og kunnugt er þá starfa þarna Arnbjörg og Helgi Jósefsson kennari, ásam't Aðalsteini Sigurðssyni. Eitt veglegasta og myndarlegasta hús Hvítasunnumanna er á Kolbeinstanga í Vopnafirði. Sunnudagaskóli og önnur starfsemi á kristilegum grundvelli er rekin þar árið út og inn. Söfnuðurinn er þakklátur Óla fyrir að hafa farið þessa ferð. Ærin tilefni virtust fyrir hann að vera heima, með stóru fjölskyldunni sinni og njóta hvíldar frá daglegu striti. — Guðs Ríki fyrst, — er ennþá til. Þeir sem líta þannig á dæmið, skera upp samkvæmt fyrirheitinu. — ,,Þá mun allt annað veitast yður að auki.” Björg og Sigfús Steingrímsson fóru ásamt börnum sínum til Ólafsfjarðar. Eins og kunnugt er þá standa þau í kristilegu starfi, með sunnudagaskóla og samkomuhaldi Bergþóra og Benjamín Þórðarson, foreldrar Bjargar. Öllum bersaman um að gott sé að koma í Ólafsfjörð. íbúarnir í kaupstaðnum, sína velvild og háttvísi. Bergþóra og Benjamín kunna mörgum fremur þá list að taka móti gestum. Sigfús hefur næmt og gott eyra fyriri hljómlist og leikur vel á hljóðfæri, fleiri en eitt, eða tvö. Fengur er ávallt að fá slíka í heimsókn. Sigfús er þó ekki einhæfur við nótur og tóna. Hann hefur eins og mörg ungmenni er frelsast hafa undanfarin ár, kastað sér inn í lestur Orðsins. Gefur hann vitnisburð sinn, grundvallaðan á Orði Guðs, svo öllum hlýnar um hjartarætur, er á mál hans hlusta. Sigfús og fjölskylda hans komu fagnandi og glöð heiiji úr ferðalaginu. Daniel Glad, MariAnna Glad og Anita Karlsson sænsk stúlka, er hér dvelur um skeið, heimsóttu Stykkishólm um páskana. Eins og (getið hefur verið um áður, þá er Hinrik forstöðu- maður við Biblíuskólanám í Englandi. Daniel er gamall gróinn Hólmari, eftir veru sína og fjölskyldu sinnar þar um nokkur ár. Það var því mikil gleði og þakklæti hjá vinunum yfir heimsókninni og þeirra Hólmara er lögðu leið sína þangað um hátíðirnar. Frá Pálmasunnudegi til annars Páskadags voru haldnar 8 samkomur í Fíladelfíu í Reykjavík 1—2 ræðumenn vom í hverri samkomu og þá ávallt nýir ræðumenn. meðal þeirra vom Peter Inchcmbe, Guðmundur Markússon, Ásgrímur Stefánsson, Daniel Jónasson, Georg Viðar, Auðunn Blöndal, Ari Guðmundsson, Friðrik Schram, Tryggvi Eiríks- son, Hallgrímur Guðmannsson og Einar J. Gíslason. Þrátt fyrir útstreymið, er áður getur, þá stóð kórinn fyrir sínu og margmenni var aðalhátíða- kvöldin. Að síðustu skal getið um mót, er haldið var á Hjalteyri um hátíðirnar. Um 20 ungmenni voru þar og nutu samfélags, bænalífs og Biblíulestra undir fomstu Peter Inchcombe, Sam Glad og Guðna Einarssonar. Rómuðu ferðalangarnir mjög móttökur hjá Einari og Beverly og Jóhanni Pálssyni og vinunum á Akureyri og komu hressir og endurnærðir heim, eftir yndislega daga í forgörðum Drottins. Æskufólkið og ferðalangarnir fögnuðu sumri í fjölsóttri samkomu í Fíladelfíu sumardags- kvöldið fyrsta. í þeirri samkomu var þroska- heftra minnzt, með kærleiksfórn. Þessar fokdreyfar úr vettvangi starfsins, sýna veika viðleitni, innan safnaðarins til að halda í 12

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.