Afturelding - 01.04.1976, Blaðsíða 22

Afturelding - 01.04.1976, Blaðsíða 22
SALEM SJOMANNA- STARFIÐ, ÍSAFIRÐI ,,Dýrð ég flyt þér Drottinn alda. Dýrð fyrir tímans runna skeið’ ’. Þessi orð skáldsins koma mér í hug er eg lýt yfir árið, sem nú er að baki og hef þá einnig Salem sjómannastarfíð í huga. Drottinn hefir verið dásamlega með og blessað það ríkulega. Ég er mjög þakklátur öllum, sem á einn eða annan hátt hafa hjálpað þar til, og bið Guð að iauna það allt. Orði Guðs hefir verið sáð, og hann sem er herra uppskerunnar mun gefa ávöxt á sínum tíma. Lofað veri Drottins heilaga nafn. Af ástæðum, sem öllum eru kunnar hefir erlendum skipum, sem leitað hafa hafnar hér fækkað stórlega á síðustu árum. Þó náðist til um 2500 erlendra manna frá 15 þjóðum með guðspjöll, blöð og rit ásamt 65 Nýjatestament- um. Öll íslenzk skip og bátar, sem hér komu voru einnig heimsótt sömu erinda, útbýtt kristilegum og faglegum blöðum og ritum en auk þess 35 Nýjatestamentum. Allsstaðar er manni tekið af mikilli velvild, sem kemur í ljós á ýmsan hátt meðal sjómannanna. Einnig er þeim veitt ýmisleg fyrirgreiðsla t.d. með pósti o.fl. sem oft kemur sér vel. Vitjað var þeirra sjómanna, sem lagðir vom inn á sjúkrahús hér, svo oft sem hægt var. Fá íslensk skip, sem vitað var um að ekki yrðu í heimahöfn um jólin, komu hér að þessu sinni, svo aðeins vom gefnir 164 jólapakkar til 22

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.