Afturelding - 01.04.1976, Blaðsíða 21

Afturelding - 01.04.1976, Blaðsíða 21
föðurlandi þeirra Eftir þessa kröftugu bænastund föðm- uðu þau mig að sér. Þeirra síðasta hjartfólgna orð við mig, á meðan tárin runnu niðar kinnar þeirra, voru: ,,Kæri bróðir, Lindahl, yfirgefðu Svíþjóð. Við vir- unt og höfum séð hvernig kommúnistar fara með unga predikara. Muridum að við höfum sagt: Yfir- gefðu Svíþjóð. Svo kvöddum við hina margreyndu fjölskvldu, sem nú var orðin svo illa farin á taugum af öllu því sem hún hafði gengið í gegnum. Nú, hvernig fór svo með bréfið? Kom það til skila? Fékk flóttafólkið vinnu — og húsnæði? ]á, fólkið fékk góða lausn á málum sínum. í bréfi, sem ég fékk nokkru seinna frá fjölskvld- unni, segir, að þegar þau á sunnudegi komu til borgar- innar, stefndu þau för sinni til Hvítasunnukirkjunnar. Samkoman var byrjuð, þegar þau komu. Forstöðu- maðurinn, sem sat uppi við ræðustólinn með opna Biblíuna fyrir framan sig, hafði geymt bréfið mitt í Biblíunni. Fegar hann kom auga á gestina, þekkti hann þau urn Ieið. Eftir samkomuna gekk hann til Símonar og fjölskyldu hans og bauð þau velkomin til landsins, borgarinnar og safnaðarins. Hann sagði þeim, að strax með næsta degi gætu þeir feðgar byrjað að vinna hjá byggingarmeistara, sem tilheyrði söfnuðin- um og að hann hefði einnig húsnæði handa allri fjöl- skyldunni. Að gleði þeirra og fögnuður hafi orðið stórkostleg- ur er óþarfi að segja. En þannig gerir hinn alvaldi Guð enn í dag. Þegar hann grípur inn í hlutina breyt- ist biturleikinn í sattleika og myrkur í ljós. Pá rætist orðið — allt samverkar þeim til góðs sem Guð elska. Eitt í þessu samhengi, er þó dásamlegra öllu öðru á jörðinni og það er samfélag kristinna manna. Það samfélag nær um allan heim. í gegnum þetta samfélag verður hið ómögulega mögu- legt. Hafa hinir kristnu gert sér grein fyrir blessun og krafti þessa samfélags og þeim möguleikum, sem það opnar fyrir öllum, sent vilja njóta þess? Án þess hefðu þessir sérstöku atburðir, sem ég hef sagt frá hér, aldrei getað gerzt. Við skulurn virða og varðveita þetta alheims sam- félag, sem ekki takmarkast við þetta jarðneska líf, heldur varir til eilífðar. „Þannig getur Drottinn frelsað hinn guðhrædda úr þrengingum hans,“ skrifar postulinn Pétur. Og Páll segir:.......að þeirn sem Guð elska samverkar allt til góós.“ F.ndir. SKÍRN GAMLA KENNARANS Um átjándu aldamótin kom ungur kennari með fjölskyldu sína í Smálandshérað eitt, til að taka við starfi þar. Áður en hjónin giftust höfðu þau helgað Guði líf sitt, og börnin ólust því upp í andrúmslofti sanninda, Guðsótta og réttlætis. Margar innilegar bænir stigu upp fyrir náðarstól Drottins fyrir börnunum, sem þau stöðugt reyndu að leiða veginn til Frelsar- ans. Viðleitni þeirra heppnaðist einnig. Hvert barnið á fætur öðru frelsaðist, til að lifa í blessuðu samfélagi við Drottin. Þó hafði foreldrunum ekki dottið í hug, að þau mundu þroskast á þann hátt, sem raun varð á. Því hvert af öðru lér skírast eftir afturhvarfið. Foreldrarnir gátu þó þolað þetta með þau af börnunum, sem voru fjarvistum, en verra var það með börnin sem heima voru. Faðirinn var jú kennari og í nánu sambandi við presta- stéttina og ávallt reiðubúinn að verja ,,barna- skírnina." Yngsta drengnum, sem hét Þórir, var stranglega bannað að ganga þessa leið. En það hjálpaði ekki. Guðs orð sagði: Framar ber að niýða Guði en mönnum. Ef börnin fengu iækifæri, reyndu þau að vitna um skírnina fyrir foreldrum sínum. Þaú vonuðu að Guðs orð mundi sannfæra foreldrana, en allt virtist árangurslaust. Sérstaklega faðirinn varði afstöðu sína ákveðið. Börnin lögðu þá áherzlu á að biðja og flutti hann burt úr sveitinni. Brátt þar á eftir fékk Þórir köllun til að fara út með náðarboðskapinn. Með hrærðu hjarta talaði hann um þetta við föður sinn, og fann þá, að Drottinn hafði verkað á hjarta hans náðarsamlega. 21

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.