Afturelding - 01.04.1976, Blaðsíða 20

Afturelding - 01.04.1976, Blaðsíða 20
ENGLAVERND Niðurlag. ,,Ef við verðum neydd til að yfirgefa Svíþjóð, munum við alltaf sakna hátíðastundanna í húsi Guðs,“ sagði Símon með tárin í augunum. ,,Við óttumst að Svíþjóð sé of nálægt Rússlandi, og þess vegna höfum við í huga að fara vestur um haf.“ Pegar hugsað er um allt sem þau höfðu gengið í gegnum og með eigin augum séð grimmd kommúnista í þeirra eigin landi, er vel skiljanlegur óttinn sem her- tók þetta hrakta fólk. Ferðin vestur um haf. Ég gleymi aldrei þeim degi þegar bróðir Símon kom á heimili mitt og bað mig að hjálpa þeim, svo að þau gætu flutzt til Kanada. ,,Hvernig á ég að fara að því?“ sagði ég. Ég hafði aldrei verið í Kanada, og ég þekki heldur engan þar, sem ég gæti skrifað um þetta mál. „Jú, þú kannt ensku,“ var hans ákveðna svar, og svo horfði hann á mig með sínu hreina og einlæga augnaráði. ,,Nú veit ég leið,“ sagði ég, ,,við skulum beygja kné og biðja Guð, og þá munu lokaðar dyr opnast." Við krupum báðir á kné og lögðum áhyggjur fjöl- skyldunnar fram fyrir Hann, „hvers augu fara um alla jörðina". Við höfðum ekki beðið lengi þegar mér datt nokk- uð í hug, sem ég framkvæmdi samstundis. Pað var að hringja í kanadíska sendiráðið. Síðan leið ekki meira en tæpur fjórðungur stundar, áður en ég náði tali af sendiherranum. Eftir að ég hafði sagt hver ég væri, útskvrði ég mál Símonar, hvaðan fjölskyldan kom, hversu lengi þau höfðu verið í Svtþjóð, og um ósk þeirra að gerast innflytjendur í Kanada. Mér til mikillar gleði svaraði sendihen,yin: ,,Ég vil að herra Símon komi hér í sendiráðið í fyrramálið klukkan níu. Pá mun ég ganga frá öllum pappírum fyrir hann og fjölskyldu hans.“ Petta var ákveðið svar. Pegar þetta var afráðið, hringdi ég í Svein bróður minn og bað hann að mæta við lestina, sem átti að koma til höfuðstaðarins klukkan sex um morguninn. Eftir að ég hafði afgreitt þessi símtöl á um það hil tuttugu mínútum, sagði ég við bróður Símon. ,,Nú skalt þú taka næstu íest til Stokkhólms. Sveinn bróðir minn tekur á móti þér við Iestina klukkan hálf sjii í fyrramálið. Hann býður þér að borða og fvlgir þér til sendiráðsins.“ Augu hans voru full af tárum, þegar hann þakkaði mér fyrir fyrirhöfnina. Svo bætti hann við: ,.En ég verð að fá vinnu og húsnæði fyrir fjölskylduna, þegar við komum til Kanada? Getur þú hjálpað mér við það?“ „Hvernig átti ég að gera það?“ var næsta spurning hjá mér. „Jú, nú veit ég það. Við skulum biðja einu sinni enn.“ Aftur krupum við á kné og lögðum málið einfald- lega fram fyrir hinn alltsjáandi og almáttuga Guð, hann sem er faðir ökkar. Hann, sem leiðir hjörtu kon- unganna eins og vatnslæki . . . Samstundis kom í hug minn: Skrifaðu til borgar- innar A. og sendu bréfið á heimilisfang forstöðu- mannsins í Hvítasunnusöfnuðinum á staðnum. Pað liðu ekki margar mínútur þar til ég sat við ritvélina og skrifaði bréf til manns, sem var mér alveg óþckktur maður í fjarlægu landi, manns sem ég hafði aldrei séð og þekkti ekki nafnið á. Petta gerði ég eftir þeim inn- blæstri sem mér var gefinn. Ég sagði fyrst og fremst frá því hver ég væri. Svo notaði ég tækifærið að bjóða forstöðumanninn vel kominn til að predika í kirkju minni, ef hann í fram- tíðinni kæmi til Svíþjóðar. Síðan sagði ég ástæðuna fyrir því, að ég skrifaði. Pví næst útskvrði ég mál flóttafólksins. Faðir og sonur væru góðir starfsmenn og ég bætti við, að ef hann hefði í söfnuði sínum byggingarmeistara, sem gæti tekið tvo duglega starfs- menn í þjónustu sína, liá væri miklu borgið. En hús- næðismálin væru að sjálfsögðu mesti vandinn. Bréf- inu fylgdi falleg mynd af fjölskyldu Símonar og ég skrifaði, að hann þekkti þau áreiðanlega meðal þús- unda þegar hann sæi þau. Endaði svo brétið með innilegri ósk um Guðs blessun yfir starf hans. Heimsóknin í sendiráðið gekk greiðlega næsta dag og öll skilríki voru gerð til brottfarar úr landi. Eftir aðeins tvær vikur sigldi fjölskyldan vestur um haf. En skilnaðarstundin í heimili okkar, kvöldið áður, gleymist aldrei. O, hvernig þau báðu Drottin að blessa Svíþjóö og hina kristnu. Grípandi var líka að heyra hvernig þau báðu Drotttn. að gera Kanada að öðru 20

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.