Afturelding - 01.04.1976, Blaðsíða 14

Afturelding - 01.04.1976, Blaðsíða 14
TVÖ ÞÚSUND TUNGUfv Árið 1985 og jafnvel fyrr verður Heilög Ritning fáanleg í heild og að hlutum á tvo þúsund tungumálum. Þetta var upplýst á móti trúaðra manna s.l. sumar í Kolding Danmörku. Dr. David Bendor Samuel starfsmaður við Wicliffe Biblíuþýðing- arstofnunina í Bandaríkjunum var ræðumaður í fyrrnefndu móti og sagði þá m.a. 249 tungumál eiga Heilaga Ritningu sem heild á jarðarkringlunni í dag. Þar í viðbót em HEILÖG RITNING LESIN MEIR Fra Englandi berast þessar fréttir með nýkomnum blöðum. Eitthundrað þúsund eintök af skipulegum Biblíulestri, þar sem miðað er við að lesa Biblíuna í áföngum og ljúka við Nýjatesta- mentið á árinu 1976, seldist upp á tveim vikum. Fimmtíu þúsund eintök em í viðbótarprentun. Sömu fréttir berast frá Austur-Þýzkalandi. Þar hefur komið út þýðing á nútímamáli, sem hefur notið mikillar útbreyðslu og eftirspurnar. Byrjað var með þrjátíu þúsunda upplagi og er nú fullur undirbúningur með fimmtíu þúsund eintök. Það er Evangeliska Biblíufélagið í Austur- Berlín, sem sér um þessar útgáfur. Fyrir forgöngu Sameinuðu Biblíufélaganna, er hafin þýðing á Biblíunni yfir á nútíma 14 Kínverskt ríkismál. Þetta er eitt erfíðasta og stærsta hlutverk er félagið hefur tekið að sér. Að ráðast í þetta verk hefur verið augljóst sem mikil þörf og hún skjót. Um Ieið og hversdags mál hins almenna borgara í Kína er lagt til gmndvallar, þá verða notuð einfaldari tákn, sem hafa verið samræmd og gilda fyrir allt Kínaveldi. Reiknað er með að ljúka við Nýjatestamentið á þessu ári og verður þá snúið sér að Gamlatestamentinu. Ennþá eru takmarkanir á að flytja inn Heilaga Ritningu til Kína. En það koma aðrir tímar og vilja Biblíufélögin þá vera viðbúin. Einnig er mikill markaður fyrir 30 milljónir Kínverja er búa utan landamæra Kínaveldis. Sýnist brýn þörf á að gefa þeim Guðs orð er málið verður skilið af nútímamönnum.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.