Afturelding - 01.01.1981, Blaðsíða 2

Afturelding - 01.01.1981, Blaðsíða 2
FRÁ RITSTJÓRA Helsprengjur og heimsendir Manudaginn 2. mars sl. var þáttur í íslenska sjón- varpinu, er sýndi áhrif frá nútímatœkni í hernaði, atomsprengjur og önnur gereyðingarvopn. Tól, sem eru svo öflug, að gjöreyðing alls lífs blasir við, þegar þeim verður beilt. Ritstjórinn sá ekki umgetinn þátt. Hinsvegar hefir hann ekki farið varhluta af áhrifum hans. Fólk hefir talað um þetta sín í milli. Landsímasamtöl, rándýr og löng hafa stílast til Fíladelfíusafnaðarins og að hefur verið spurt: Hvað segir Ritningin um þessa hluti?? Reyndar segir hún allt, sem hér er um að rœða og er tilgangur þessarar greinar, að svara þeim fjölmörgu spurningum er settar hafa verið fram. Nútíminn þarf ekki að spyrja um hvort heimsendir verði. Heldur hvenœr? í sköpunarsögu Biblíunnar, koma fram orð, er benda dýpra, en í fljótu bragði sýnist. Þegar Drottinn hafði skapað manninn í sinni mynd, þau Adam og Evu, bauð hann þeim að vera frjósömum, margfaldast og uppfylla jörðina. I. Mós. 1:28. í hebreska frumtextanum og ýmsum enskum Biblíuþýðingum stendur „enduruppfyllið“, — í stað uppfyllið. Bendir frumtextinn ótvírœtt til að jörðin hafi verið uppfidl áður, þ.e. önnur sköpun hafi verið til. Henni hafi verið eytt og sú sköpun sem við lifum við, hafi tekið við. Sé það svo, þá fœst eðlileg skýring á því, sem jörðin geymir og kemur ótvírœtt í Ijós, steingervingar, allskonar dýr og sköpun, sem ekþi er þekkt öðruvísi en frá iðrum jarðar. En er augljós staðreynd eigi að síður. Kenning Biblíunnar er að sú sköpun, semAdam og Eva sáu og voru hlutar af og nœstu kynslóðir, henni var líka að mestu eytt. Um það er hœgt að lesa í 1. Mós. 7:18—24 og 8. kap. sömu bókar versin 21—22. „Allt sem hafði lífsanda í nösum sínum dó, þannig afmáði Hann sérhverja skepnu, sem var á jörðinni, bœði menn og fénað, skriðkvikindi ogfugla loftsins. Nói varð einn eftir og það sem með honum var í örkinni. “ Eftirað flóðinu lauk og Nói gekk út með fólki sínu, þá gaf Drottinn fyrirheit um: „Meðan jörð stendur skal ekki linna sáning, uppskera, frost, hiti, sumar, vetur, dagur og nótt. “ MEÐA N JÖRÐ STENDUR. Það er nú það. Davíð konungur talar um heimsendi í Sálmi sínum nr. 102 versin 26—28. Daníel spámaður talar um endalokin í bók sinni. 12. kap. 4. versi. Jesús Kristur segir ákveðið í Matteusar-guðspjalli 24. kap. vers 35: „Himinn og jörð munu líða undir lok. “ Bœði Jesaja og Opinberunarbókin tala um nýjan himin og nýja jörð. Fyrir Biblíutrúarfólk, þá er það engin spurning, hvort heimsendir verður. Spurningin er hvenœr og hvernig? „En um þann dag og stund veit enginn, ekki einu sinni englar himnanna né Sonurinn (á jarðvistartíma Hans), heldur aðeins Faðirinn einn. “ Menn og söfn-

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.