Afturelding - 01.01.1981, Qupperneq 13

Afturelding - 01.01.1981, Qupperneq 13
m Jóhannes 4. 23—24 „Sú stund kemur, já er þegar komin, er hinir sönnu tilbiðjendur skulu tilbiðja Föðurinn í Anda og sannleika. Því að Faðirinn leitar einmitt slíkra tilbiðjenda. Guð er Andi og þeir sem tilbiðja Hann, eiga að tilbiðja Hann í Anda og sannleika.“ Stundin opinberaðist á hvítasunnudag, þá sköpuðust möguleikar með Andansskírninni, sem aldrei fyrr að tilbiðja í Anda og sannleika. Sá sem tungu talar uppbyggir sjálfan sig. Hann talar ekki fyrir menn, — heldur fyrir Guð. — Flestir óska þess að Guð tali til þeirra. En til er sú andlega hlið í tilbeiðslunni og Andans lífi, þegar maður í tungum talar leyndardóma, þá talar maður fyrir Guð. Er furða þó svo Hann leiti slíkra? „Aftrið því ekki að talað sé tungum“. Bróðir og systir, sem hefur öðlast gjöfina, notaðu hana, í einkalífi þínu í bænasam- komum safnaðarins. Enn er „messuformið“ full- komnasta í gildi 1. Kor. 14:26: „þegar þér komið saman, þá hefir hver sitt: einn sálm, einn kenning, einn opinberun, einn tungutal, einn útlistun. Allt skal miða til uppbyggingar“. „Ég vildi að allur lýður Drottins væri spámenn, svo Drottinn legði Anda sinn yfir þá“, var forðum sagt. Hér hefir verið snert við hinni mestu og dá- samlegustu þörf og uppfyllingu trúarlífsins, sem gildir fyrir alla menn. Andanum skal úthellt verða yfir allt hold, með sömu táknum og ummerkjum sem áður. Þegar svo verður í landi voru, þá er Andans vakning á íslandi. EinarJ. Gíslason Gjöfin stærsta Frá himnanna sölum að hreysinu smáða kom hann til að auðga hið fátœka, hrjáða. Hann kom ekki þangað, sem konungar skarta, en kaus sér hið vondapra, allsvana hjarta. Guðs gjöf var hann stœrsta, hann Guð var og maður, hann gekk inn í kjör vor, var hryggur og glaður. Guðs elsku til heimsins hann átti að sanna, varð endurlausn, frelsari syndugra manna. Er níðingar forhertir, nístandi tönnum, hann negldu á krossinn með óbótamönnum. Vér sjáum hann Guðs lamb, er saklaus og hlýðinn, var smáður og dó fyrir uppreisnar lýðinn. En gröfin hin myrka ei honum gat haldið, því honum gaf líf sá, er einn hefur valdið. Og fylgjendum hans birtist kœrleikans kraftur með konungi lífsins, sem var hjá þeim aftur. Og Drottinn vor Kristur til dýrðar var hafinn, og dauðinn var afmáður, syndin var grafin. Hinn upprisni birtist enn auðmjúku hjarta, sem elskar hann. Það mun í himninum skarta. Jóhann Sigurðsson Hann rótfesti plöntu í rótaðan svörðinn, og regnið hann gaf, svo að vökvaðist jörðin. En plantan er orð hans, er ávaxtast hefur, hans andi er regnið, sem lífsfylling gefur. Jóhann Sigurðsson

x

Afturelding

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.