Afturelding - 01.01.1981, Blaðsíða 7

Afturelding - 01.01.1981, Blaðsíða 7
KOMIÐ TIL MÍN, ALLIR „Komið til mín, allir þér, sem erfiði og þunga eruð hlaðnir, ogégmun veita yður hvíld. Takið áyður mitt ok og lœrið af mér, því að ég er hógvœr og af hjarta lítillátur, ogþá skuluðþérfinna sálum yðar hvíld, því uð mitt ok er indœlt og byrði mín létt. “ Hvernig gat Jesús talað um, að ok sitt væri indælt og byrði sín létt? Við vitum þó að hann þoldi þær mestu þjáningar og hörmungar, sem nokkur hefir orðið að þola. Bæði á sál og líkama leið Drottinn Jesús fyrir syndir okkar. Við vitum að hann leið Hkamlegar þjáningar á krossinum, en kannski skiljum við ekki sálarkvalir hans. En Orðið segir: 5,Vegna þeirrar hörmungar er sál hans þoldi, mun hann sjá og seðjast.“ En allar þjáningar hans og byrðar, urðu léttar í trúnni á Guð, á handleiðslu hans himneska föður. Hann vissi hver hann var, að hann var Guðssonur, hann vissi líka til hvers hann kom í heiminn, að hann kom til að frelsa syndafallið mannkyn. Hann kom fylltur kærleika og þrá, þrá til að bjarga manninum frá glötun. í stað gleði þeirrar er hann átti kost á, leið hann þolinmóðlega á krossi, og mat smán einskis, segir orð Guðs. Okið hans varð indælt og byrðin hans létt, í trúnni á handleiðslu föðurins. Og gleði hans var fullkomin í hlýðni við vilja hans. Þegar hann því talar þessum orðum til okkar, komið til mín, allir þér sem erfiði og þunga eruð hlaðnir, ég ntun veita yður hvíld, þá meinar hann að við komum til hans í heilagri trú. Trú, sem gefur okkur þrek til þess, að taka á okkur byrðar lífsins, eins og þær eru hverju sinni. Trú til að taka á okkur hvert ok, sem heimurinn leggur okkur á herðar. Þessi ok eru í mörgum myndum, og mis- jafnlega þung. En það skiptir engu, ef við höfum fundið hvíldina í Jesú, sem hann býður öllum. Elsku Drottinn, gefðu mér anda þinn að þjóna þér. Gef mér þor og kjark sem fyrr, að ganga glaður fyr nýjar dyr. Ef þú Drottinn, ert ei með, engan ávöxt fæ ég séð. Ég trúi, Drottinn, þú hjálpir mér, í trausti þess ég banka hér. Beinum sjónum okkar til hans, í öllum erfiðleikum okkar. Trúum því, að allt samverki þeim til góðs, sem Guð elska. Þá fáum við að skilja hvað það er, sem Jesús á við með orðum sínum, því mitt ok er indælt og mín byrði létt. Þá fyrst þegar við erum gengin inn, til þessarar hvíldar, horfum við ekki lengur fyrst og fremst á hið stundlega, heldur sjáurn við það, sem Jesús ávann okkur, arfleifð okkar í himn- inum. þar sem við fáum að lifa með honum, sem sigraði dauða og Satans vald. Lifa þar sem ekkert böl er til, enginn harmur, ekkert tár, engin nótt. Einn eilífðar dýrðardagur. Viljum við ekki öll eiga þessa trú? Við höfum lykil að henni, í orði Guðs. „Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á, og fyrr yður mun upplokið verða. Því sérhver sá öðlast er biður, finnur er leitar, og fyrir þeim mun upplokið er á knýr.“ tsól Karlsdóttir Þökk þér, Drottinn, þú ekki brást og fyrir þörfum manns þú sást. Ég bið þú styrkir lífið hans að feta í fótspor frelsarans. Guð blessi þig og gefi þér styrk til að þjóna Drottni á komandi ári. Alfons Hannesson, nemandi í Northwest Bible College, Edmonton, Alberta, Canada

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.