Afturelding - 01.01.1981, Blaðsíða 15
honum óviðkomandi. En munið að leita ætíð
Guðsríkis, Matt. 6:33, því tengist stöðug gæfa ykk-
ar.
Þegar svo er komið, að tvær ungar manneskjur
hafa gert sér ljóst, að þær vilja sameinast og deila
framtíðinni saman, þá er tíminn inni að opinbera
slíkt með trúlofun. Heitið er loforð frammifyrir
Guði, þarf að gefast með alvöru og fullvissu. Trú-
lofun þýðir, að þessir tveir einstaklingar heyra hvort
öðru til, en þau eru enn ekki orðin hjón. María,
móðir Jesú, er á öllum tímum hin fagra fyrirmynd
fyrir sérhverja sannkristna unga, heitbundna
stúlku. María gat í sannleika og hreinleika hjartans
sagt við engilinn: „Ég hefi ekki karlmann kennt,“
Lúk. 1:34.
í þeirri siðferðislegu upplausn, sem ríkir með
samtíð okkar, þarf hin kristna æska að sýna, að hún
gengur annan veg, og hefur hærra siðgæðismat á
hlutunum. Virðir helgi hjónabandsins. Gefið Jesú
og Orði Guðs heiðurssætið í byrjun samlífs ykkar,
ungu vinir, þá fer allt vel og hamingjan varðveitist
innan vébanda heimilisins. Reisið bænaaltarið,
gerið heimilið að „lesaraheimili". Hafið orð hins
aldna Guðsmanns, Jósúa, sem ykkar einkunnarorð.
„Ég og mitt hús munum þjóna Drottni.“
Jóhann Pálsson
SPURT OG SVARAÐ
Hulda skrifar og spyr:
Ég kem ofi á samkomurykkar Filadelfiumanna og geri
það vegnaþess að á samkomumykkar ríkirfriður og ég tek
eftir að þið skiplið ykkur af mönnum og málefnum, sem
aðrir gera ekki.
Söngurinn er laðandi og margir góðir rœðumenn tala svo
athygli vekur. Ég er þó ekki með ykkur í öllu og sumt skil
eg ekki. Mér skilst að stjórn safnaðar ykkar sé skipuð
'.öldungum “ — sem sé gömlum mönnum? Eða misskil ég
þetta? Þœtti vœnt um svar í Aftureldingu.
Nafnorðið „öldungur" þýðir fyrst og fremst hirðir. Til
þess að vera hirðir, þarf oft aldurinn til. Gyðingar settu
aldrei öldunga undir þrítugu í synagogum sinum.
Nýjatestamentið talar um leiðandi menn (Post. 15.22.).
Það voru postularnir og öldungarnir. Það er brýn nauð-
syn, að í söfnuði séu öldungar, - hirðar. Hlutverk þeirra
er að gæta safnaðar Guðs. Fjöldi hirðanna (öldunganna)
fer eftir stærð safnaðarins. Þar eð hlutverk öldunganna er
göfugt og nauðsynlegt, þá mega öldungarnir ekki vera of
fáir. Það er mjögalvarlegt mál að kjósa öldunga, sem ekki
eru hirðar og hefir oft valdið skaða og tjóni fyrir alla
hjörðina. Að vera öldungur, grundvallast fyrst og fremst á
köllun frá Drottni. Sú köllun staðfestist af fyrri reynslu,
með sjúkravitjunum og samstöðu með hjörðinni. Alls
ekki að stuðla að sundrungu eða tvístrun. Að vera öld-
ungur eru ekki laun fyrir dugnað eða heiðursstaða, sem
viðkomandi hefir áunnið ser að eigin verðleikum. Öld-
ungur verður að hafa hirðishjarta og ganga á undan fyrir
hjörðinni. Hann verður að vera vel fær í Ritningunum og
geta frætt af þeim og liann verður að vita hvar hann
sjálfur stendur, þegar hann er spurður. Maður sem ekki
sér fyrir sér og sínum á heiðarlegan hátt, getur ekki veitt
öldungsstarfi fullnaðarþjónustu. Hann getur það ekki
heldur, ef börn hans eru sökuð um andvaraleysi, óhlýðni
eða þrjósku. Samstaða eiginkonu öldungsins og barna
hans eru honum mikið meira virði, en menntun og gáfur,
í starfi hirðisins.
Ef þú vilt fræðast meira um þetta Hulda, þá lestu 1.
Pétursbréf 5. kapitulann allan. Ennfremur 1.
Tímóteusarbréf 3. kapitula og versin 1-7, 1. kapituli í
Títusarbréfi ræðir einnig um öldunga.
í bréfi þínu ræðir þú um syndir og bresti hjá Guðs
þjónum. Hver getur sagt: Ég hefi haldið hjarta mínu
hreinu, ég er hreinn af synd. (Orðskv. Salomons.)? Gera
verður greinarmun á því hvað maðurinn var áður en
hann kom til trúar og hvað hann er eftir að hann kom til
trúar. Maður sem hefir játað syndir sínar og fengið þær
afmáðar fyrir blóð lambsins, hann geldur alls ekki fy• ri
synda sinna.
Hulda! Þú hefir sjálf syndgað og orðið á, þú hefir beðið
bænina „Faðir vor“ síðan þú varst litil stúlka, skrifar þú
sjálf. Stendur ekki í Faðirvorinu: „Fyrirgef oss vorar
skuldir svo sem vérog fyrirgefum vorum skuldunautum."
Fyrirgefning Drottins er algjör og afgerandi, fyrir alla
menn. Líka fyrir presta, trúboða og öldunga. Hins vegar
ef maðurinn gætir sín ekki, eftirað vera orðinn trúaður og
stendur sig alls ekki í sínu borgaralega lífi, þá er hann
ekki fyrirmynd hjarðarinnar og þarf hirðisgæslu. Síðar
þegar hann er snúinn við, þá getur hann orðið lil
liðsemdar.
Hulda hér hefir verið stiklað á stóru og megin kjami
tekinn fram um öldunga í söfnuði Guðs. Fyrst og síðast,
þá eru þeir hirðar og eiga að gæta hjarðarinnar. Ef þeir
eru það ekki, þá er söfnuðurinn illa á vegi staddur og
margt mun fara úrskeiðis. Svo vel vill til Hulda, að svar
við spurningum þínum kemur raunverulega í erlendu
blaði og teljum við spurningum þínum vel svarað þar.
Lausl. þýtt H. V. 5/2 1981