Afturelding - 01.01.1981, Blaðsíða 6

Afturelding - 01.01.1981, Blaðsíða 6
MQOtMMB VITNISBURÐUR Alfons Hannesson í Jóhannes 12:24 stendur: „Sannlega, sannlega segi ég yður: Deyi ekki hveitikornið, sem fellur á jörðina verður það einsamalt, en deyi það, ber það mikinn ávöxt.“ Jesús var að tala um sjálfan sig, þegar hann sagði þetta. Hann vissi, að ef hann gengi ekki alla leið, ef hann fórnaði ekki lífi sínu, yrði vinna hans á jörð- inni til einskis. Ef hann hefði gefist upp á miðri leið, hefði enginn átt möguleika á að frelsast. Hefurðu hugsað svolítið um, hversu Jesús er mikill vinur þinn? Hefur nokkur vinur þinn (annar en Jesús) fórnað lífi sínu fyrir þig? Fórnað lífi sínu svo að þú mættir eiga hamingjusamara og betra líf? Fórnað lífi sínu svo þú mættir eiga eilíft líf? Hversu mikils virði er Jesús þér? Hversu mikils virði eru aðrir bræður og systur þér? í versi 25 og 26 í sama kafla Jóhannesar stendur: „Sá sem elsl^ar líf sitt, glatar því, og sá sem hatar líf sitt í þessum heimi, mun varðeita það til eilífs lífs. Hver sem þjónar mér, fylgi mér eftir, og hvar sem ég er, þar skal og þjónn minn vera. Hvern sem mér þjónar, hann mun faðirinn heiðra.“ Sá sem elskar sjálfan sig, er ekki að sönnu frels- aður, og þar sem hann vill ekki fórna sjálfum sér fyrir Jesú, mun hann glata lífinu á dómsdegi. Það er mjög líklegt, að sá sem elskar sjálfan sig muni, þegar þrengingarnar koma, snúast gegn Jesú Kristi til að bjarga sjálfum sérfrá smáþrengingum. Það er auðvelt að lofa Guð saddur af öllu því, sem við þurfum, en það eru ekki allir, sem geta lofað Guð með tóman maga og engan pening. Þá eru menn fljótir að snúa sér við og segja: „Það er enginn Guð“. Á þennan hátt mun Guð hreinsa kirkju sína. Margir munu afneita Jesú, en þökk sé Guði fyrir, að margir munu styrkjast í trúnni og vera fúsir til að fylgja Jesú. „Hver sem þjónar mér, fylgi mér eftir!“ Fylgja Jesú hvert? Fylgja honum í þjónustu fyrir guðsríkið. Fylgja honum upp á Golgatakross. Jesús fórnaði lífi sínu fyrir heiminn og okkur ber að fylgja honum og vera fúsir að fórna okkur í dauðann fyrir guðsríkið. Sa, sem er fús til að fórna lífi sínu fyrir guðsríkið, mun varðveita það til eilífs lífs. Á hverju sumri streyma hundruð manna á fót- boltavellina um allt land til að horfa á tuttugu og tvo menn elta bolta. Margir áhorfendanna eru þátttakendur í huganum og í huganum skora þeir mörkin, en er það nóg? I Matteus 9:38 stendur: Uppskeran er mikil, en verkamennirnir fáir.“ Síðasta sumar var uppskeran svo sannarlega mikil (metár). En verkamennirnir voru svo fáir, að það tókst ekki að koma nema litlum hluta uppskerunnar í hús. Hins vegar voru margir áhorfendur, sem í huga sér komu allri upp- skerunni inn í hús, en var það nóg? Jósúabók 1:9 segir: „Ver þú hughraustur og ör- uggur! Lát eigi hugfallast og óttast eigi. Því að Drottinn, Guð þinn er með þér í öllu, sem þú tekur þér fyrir hendur.“ Margur er hræddur við að fara til ókunnugs manns, sem hann sér á gangi, til að segja honum að Jesús elski hann. Ég skammast mín fyrir að viður- kenna, að ávallt er við gengum hús úr húsi síðasta sumar, brást mér kjarkur. Hvað eftir annað var ég að biðja Jesúm að hjálpa mér, og ekki brást, að hann kom og hjálpaði mér í gegn. Að boða Drottinn, boðskap þinn, ávallt bregst mér kjarkurinn. Við hússins dyr í drjúga stund, ég leita Drottinn á þinn fund. ►

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.