Afturelding - 01.01.1981, Blaðsíða 19

Afturelding - 01.01.1981, Blaðsíða 19
sneru sér þess í stað að nafnkristnum minnihluta- hópum sem voru móttækilegri fyrir fagnaðarerind- inu. Á undanförnum áratugum hefur þó orðið stefnubreyting, því að fjöldi kristniboða í Mið— Austurlöndum hefur aukist allverulega hin síðari ár. Auk hinna hefðbundnu kristniboða, hafa opnast nýjar dyr til að láta ljós Krists skína í myrkviði Islams, með tilkomu sérhæfðra tæknimanna frá Vesturlöndum sem hinn umfangsmikli olíuiðnaður Múhameðstrúarlandanna hefur kallað á. Nokkur hluti þessara tæknimanna eru afgerandi kristnir ■nenn og vitnisburður þeirraber ávöxt. Þá eru í dag mikil tækifæri til að ná með fagnaðarerindið til milljóna íslamskra námsmanna, er stunda nám á Vesturlöndum. Hvarvetna meðal Múhameðstrúar- ntanna ríkir almenn forvitni, allt að því þorsti, á sannindum Ritningarinnar. Sívaxandi fjöldi ungra Múhameðstrúarmanna, biður um Biblíubréfa- skólanámskeið eftir auglýsingum í tímaritu, dag- hlöðum eða kristilegum útvarpsdagskrám. Þeir eru ákafir í að fræðast meira um spámenn Gamlatestamentisins, og hrífast af lífi Jesú Krists. Samt sem áður skyldi enginn ætla, að aldagamlar hindranir hafi horfið sem dögg fyrir sólu. Nei, þær eru á sínum gamla stað. Það sem er nýtt í þessu efni eru tækifærin í dag, er aldrei hafa áður verið til staðar. Tækifærin eiga sumpart rætur að rekja til umróts á stjórnmála- og þjóðfélagssviðinu í ríkjum Múhameðstrúarmanna, sem gerbreytt hefur lífi fólksins. Kenningar íslams megna ekki að mæta dýpstu þörfum og þrám mannshjartans á þessum örlagatímum. Múhameðstrúin er nú mjög klofin kenningarlega, í afstöðu sinni til kommúnismans, vestrænnar efnishyggju og vangetu Múhameðs- trúarmanna að leysa innbyrðis deilur og alþjóða- vandamál sín í milli. Og framar öllu öðru, hin óvenjulega tilvera og útþensla kotríkisins, ísraels. í allri þessari ringulreið eru æ fleiri Múhameðs- trúarmenn að leita sannleikans. Heimildir: Open Doors og Operation World. HSG.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.