Afturelding - 01.01.1981, Blaðsíða 14

Afturelding - 01.01.1981, Blaðsíða 14
KÆRLEIKUR — TRÚLOFUN — HJÓNABAND Það er mjög nauðsynlegt að leitast við að finna hinn rétta maka, réttan lífsförunaut. Fela Drottni það mikilvæga málefni, og leita Hans vilja í bæn og vera grandvar. Það fyrsta sem ég vil segja um hjónaband trúaðra er þetta: Til þess að slíkt hjóna- band geti orðið í sannleika hamingjusamt, þurfa báðir aðilar að vera sanntrúaðir, frelsaðir. Biblían segir í 2. Korintubr. 6:14: „Gangið ekki undir ósamkynja ok með vantrúuðum.“ Þetta holla ráð gildir í dag. Myndin af ósamstæðu pari er mjög ömurleg — en sönn. 1 lögum Móse stendur á einum stað: „Þú skalt ekki plægja með uxa og asna sam- an.“ (5. Móseb. 22:10.) Heiðingjarnir gjörðu svo, en slíkt orsakaði mikla þjáningu fyrir dýrin. Uxinn og asninn hafa mjög ólíkan fótaburð, ólík tilþrif, ólíkt eðli og vinna mjög ólikt. Þegar þessi, svo mjög ólíku dýr, voru sameinuð undir eitt ok, til samvinnu, olli það þeim báðum óþægindum og þjáningum. Þegar uxinn dró plóginn, spyrnti asninn við fótunum, en þegar asninn þaut af stað, gat uxinn ekki fylgt eftir. Þegar þeir voru spenntir saman, mæddi og særði okið þá báða. Við slíku vildi hinn miskunnsami Guð hlífa veslings dýrunum. Guðs Andi kallar fram einmitt þessa mynd frá G.T. í sambandi við trúaðan og vantrúaðan og ráðleggur þeim að ganga ekki undir ok saman. Kærleikur Guðs er á bakvið slíka viðvörun. Ég vil undirstrika þetta: Hver karl og hver kona, sem vilja lifa í sam- félagi við Drottin, forðar sjálfum sér frá mikilli óhamingju og bjargar einnig mótparti sínum frá vonbrigðum og sorg með því að eiga ekki vinskap — samfélag— við þá sem hafna trúnni, og því síður að trúlofast eða giftast slíkum. Hvers vegna nefni ég kunningsskapinn fyrst. Jú, vegna þess að afleiðingar af meiningarlausum kunningsskap geta orðið mjög afdrifaríkar fyrir mótpartinn. Það, að leika sér að tilfinningum annarra, að vekja falskar vonir í brjósti einhvers, er mjög áfellisverð framkoma, sem trúuð persóna á að forðast. í öðru lagi vil ég segja þetta: Við, í hinum kristnu söfnuðum skulum hafa samfélag við hvert annað — við alla. Innan safnaðanna verða einstaklingar varir við, að þeir dragast meira að einhverjum einum, eða einni, framar öðrum. Það þýðir þó eigi það, að við- komandi skuli játa honum eða henni kærleika sinn, tilfinningar sínar í óyfirveguðu fljótræði. Betri leið er að prófa sig frammifyrir Guði, biðja yfir málinu, leita Drottins og biðja Hann að leiða sig rétt. Það er mikið betri og öruggari hamingjuleið en það að „reyna“ upp á eigin spýtur, með eigin meðulum. Á tímabili tilhugalífsins, skuluð þið gæta þess ávallt, að hafa Jesúm með, sem miðdepilinn. — Biðjið til hans saman. Lesið saman Guðs orð, og talið um andlega hluti. Felið einnig Guði ykkar sameigin- legu áhugamál, áætlanir varðandi hina efnislegu, tímanlegu velferð í heimi þessum. Guð hefur áhuga fyrir öllum þáttum okkar mannlega lífs— ekkert er

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.