Afturelding - 01.01.1981, Blaðsíða 18

Afturelding - 01.01.1981, Blaðsíða 18
Frá Múhameð til Krists „Ég ias Kórarinn en fann ekki í honum það sem ég síðarfann í kristindómnum. Ég starfaði í Frakklandi á hóteli og vann þar með kristnum Kambódíumanni. Hann sagði mér frá trú sinni og ég sá kærleika í lífi hans. Líf hans og for- dæmi var það sem fyrst dró mig að kristni frá íslam. Nú fylgi ég Kristi. Ég veit að hann lifir og getur starfað í lífi sérhvers manns. Hvað ég fann í Kristi sem ég fann ekki í Múhameðstrú? Jú, meginkjarninn er sá að Guð er Guð kærleikans og hann hefur sannað ást sína, með því að gefa okkur sjálfan sig í Jesú Kristi. Ég hef fundið að það er sérstakt samband milli Guðs og hins trúaða manns — kærleikssamband og samfélag sem gefur dýpstu lífsfyllingu.“ Þetta voru orð kristins námsmanns frá Marokkó í viðtali við breska tímaritið Open Doors. „Það var kristilegur kærleikur samstarfsmanna og vina sem dró mig frá íslarn til Krists,“ sagði ung kona úr Arabaheiminum. Þegar fréttamenn hafa innt fyrrum Múhameðs- trúarmenn eftir því hví þeir hafi snúist til kristinnar trúar, hefur svarið ávallt verið á sama veg: Þeim fannst Guð kristindómsins vera Guð kœrleikans, frá- hrugðinn íslam. í skarpri andstöðu við þennan kœr- leika er hatur, tortryggni og andlegt myrkur Múhameðstrúarmanna um víða veröld. Byltingin í íran vakti skyndilega athygli vestur- landamanna á íslamstrú. Og íslam, öðru nafni Múhameðstrú, gengur nú án efa í gegnum óvenju- legt vakningartímabil. Hér er ekki bara um aðra trú að ræða, heldur einnig harðsnúið, öfgafullt stjórn- málaafl og þróttmikla hugmyndafræði, sem keppir við Marxisma og vestræna menningu í heimi nú- tímans. Á sjöundu öld e.Kr. þegar herskarar íslams brutust út úr Arabíu og fluttu með sér boðskap sinn — trú á einn guð en afneituðu hjálpræðisverki Jesú Krists - inn í Norður-Afríku og Evrópu. Allar götur síðan hafa Afríka og Asía fundið fyrir áhrifum íslams. Kirkjur Evrópu skeyttu ekki aðvörunum Krists og postulanna og gripu til veraldlegra vopna og aðferða, til að endurheimta landsvæði í Mið— Austurlöndum. íslam í Evrópu Átta milljónir Múhameðstrúarmanna eiga heima í Vestur-Evrópu, þar af tvær milljónir í Frakklandi. Þá kemur Vestur-Þýskaland með eina milljón Mú- hameðstrúarmanna frá Tyrklandi og þúsundir frá öðrum löndum. Á Bretlandseyjum eru kringum ein milljón Múhameðstrúarmanna sem eru frá Pakist- an, Bangladesh, Arabalöndum, íran og Indlandi. í landinu eru nú 300 moskur og tala Múhameðs- trúarmanna fer stöðugt hækkandi. Auðugir Arabar og olíufurstar hafa fest kaup á lúxushótelum og villum í Sviss þar sem þeir eyða miklu af tíma sínum. Belgía og Austurríki hafa opinberlega viðurkennt tslam sem trúarbrögð er kenna megi í skólum. í Bretlandi hafa kirkjur verið seldar og þeim breytt í moskur. Kóraninn hefur verið þýddur á 21 Evrópumál, og ekki alls fyrir löngu komu 37 leiðtogar Múhameðstrúarríkja saman til ráðstefnu þar sem samþykkt var að reka starfsemi kristniboðsins úr löndum þeirra. Á sama tíma er íslam trúboðstrú sem ver miklum fjárhæð- um af olíugróða sínum til að útbreiða kenningar falsspámannsins, Múhameðs. Kristniboð meðal Múyhameðstrúarmanna Fyrstu kristniboðssamtök mótmælenda á síðustu öld hliðruðu sér einatt við að reka kristniboð meðal hinna ofstækisfullu áhangenda Múhameðs, og

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.