Afturelding - 01.04.1987, Qupperneq 2

Afturelding - 01.04.1987, Qupperneq 2
„Amma, hvenær er stund?” Viðtal við Magneu Sigurðardóttur Ég hafði umsjón með barnaheimilinu á Kotmúla í Fljótshlíð í u.þ.b. fimm ár, og þar átti ég margar bestu stundir lífs míns. Ég þakka Jesú fyrir að hafa fengið að leggja hönd á plóginn, og kœrleikur Guðs komfljótt í Ijós í starfinu. Orð Jesú voru undirstrikuð: ,,Leyfið börnunum að koma til mín og bannið þeim það ekki. “ Ég frelsaðist á Sauðárkróki 1957. Ég var þá nýflutt þangað og Hvítasunnumenn voru að halda mót. Ég fór stundum á samkomurnar, vegna þess að þær voru haldnar í næsta húsi og að viku liðinni hafði orð Guðs opnast mikið fyrir mér. En þegar síðasta samkoma mótsins var haldin, varð ég að vera heima og passa börnin. Þá fannst mér eins og ég væri að missa af tækifæri. Mér hafði skilist að ég þyrfti að frelsast. Um kvöldið þegar ég var orð- in ein, fór ég að tala við Guð og sagði: „Ef þetta er sannleikur að ég þurfi að frelsast, frelsaðu mig þá núna!“ Þá gerðist eitthvað, það var eins og þytur færi um herbergið, og yfir mig steyptist svo mikill friður, gleði og fögn- uður að ég hafði aldrei kynnst öðru eins. Þess má geta að ég hafði reykt mikið. Daginn eftir veitti ég athygli sígarettupakkanum, sem lá á borðinu. Ég tók eftir því að ég hafði ekki notað sígaretturall- an morguninn, andstætt því sem venjulegt var. Þetta þótti mér ótækt, og kveikti mér því í síga- rettu. En þá brá svo við að mér þótti hún vond í munni. Ég hélt að það stafaði af því að sígarett- an hefði lent í raka, eða væri eitthvað skemmd, svo ég tók aðra. En hún bragðaðist alveg jafnilla. Ég vöðlaði saman pakk- anum, ileygði honum og fór að velta þessu fyrir mér og spyrja Guð hvort ég ætti e.t.v. ekki að reykja. Þá opnuðust augu mín fyrir því hvað reykingar væru ókvenlegar, vondar og óhollar. Jesús tók alla löngun í síga- rettur í burtu. Ég hef ekki snert þæreftir þetta. Næsta dag fór ég á samkomu. Þá settist óvinurinn við hliðina á mér og fór að hella yfir mig efa- semdum. Hann fór að spyrja mig hvað ég væri eiginlega að fara út í. Þetta myndi eyðileggja fyrir mér vinnuna, sem ég hafði á kvöldin á dansstað, og hafa lleiri ófyrirsjáanlegar afleiðingar. En þetta endaði með því að ég hent- ist fram á fremsta bekk og grét. Þá leystist ég frá öllum efasemd- um og Jesús frelsaði mig algjör- lega. Seinna fór ég til Reykjavík- ur og tók skírn í Fíladelfíu. Eftir þetta fékk ég vinnu í fiski, og það var ágætt. Ég fór ekki heim í hádeginu eins og vinnufélagar mínir, og lljótlega fór Drottinn að tala til mín og segja mér að ég gæti gert eitthvað þarfara en að sofa í hádeginu. Þá fór ég að leggja leið mína niður í fjöru, og tala við Drottin þar. Ég gerði mér það að reglu að fara á hverjum degi niður í fjöru og biðja í klukkustund. Vinnufélagar mínir spiluðu mikið á spil í kaffitímum, og stundum var ég að horfa á og fylgjast með. En smám saman vaknaði hjá mér andúð á þessari iðju. Ég greip til þess ráðs að hafa Bilíuna mína með mér í vinnuna og lesa í henni í stað þess að fylgjast með spila- mennskunni. Það varð til mikill- ar blessunar. Mér gafst tækifæri til að segja fólkinu frá orði Guðs, og fólkið hætti að spila í vinnu- nni! Þetta þakka ég bænum mín- um á daginn.

x

Afturelding

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.