Afturelding - 01.04.1987, Page 5

Afturelding - 01.04.1987, Page 5
mér, hvarf. Henni var lyft af mér. Daginn eftir var samkoma í safnaðarheimilinu. Þar var margt fólk, m.a. Pétur skipstjóri á Stapafellinu. Willy talaði og sagði frá því að á samkomunni væri ungur maður, sem hefði gefið Jesú líf sitt kvöldinu áður. Svo benti hann á mig. Ég stóð upp og um leið kom kraftur Heilags anda yfir mig eins og heitur straumur. Þarna vitnaði ég í fyrsta sinn um Jesú. Þriðjudaginn næsta fór ég með tilhlökkun á samkomu, ég þráði að fá meira frá Guði. Fólkið hafði sagt mér að það væri meira að fá — skím í Heilögum anda. Ég hugsaði með mér hvort virki- lega væri hægt að öðlast meira en það sem ég hafði fengið að reyna. Þegar ég kom inn á samkomuna fann ég mjög sterklega fyrir krafti Heilags anda þar inni. Ég fann kraftinn bæði innan í mér og utan um mig. Þeir Willy og Garðar töl- uðu um skím í Heilögum anda. Að sérhver, sem tryði á Jesú, gæti eignast þessa gjöf. í lok sam- komunnar var beðið fyrir fólki sem vildi skírast í Heilögum anda. Willy lagði hönd sína á mig og bað. Kraftur Guðs kom yfir mig og ég fór að lofa Drottin í nýjum tungum — tala tung- um. Á þessari sömu samkomu skírðist einnig vinur minn Svan- ur Magnússon í Heilögum anda. Það sem breyttist þó mest var að Guð varð svo sérstaklega lif- andi fyrir mér eftir þennan dag. Ég fann að ég átti annað líf með Drottni, Biblían varð lifandi bók. Drottinn leiddi mig inn í bænalíf. Mér fannst stórkostlegt að tala við Drottin í nýjum tung- um. Ég fór alltaf á fætur að minnsta kosti klukkustund áður en ég átti að mæta um borð til að biðja. í gegnum þessar stundir fann ég að Drottinn leiddi mig inn í mjög náið samfélag við sig. Hann gaf mér kraft á hverjum degi, og ekki veitti af, því ég hafði verið í miklu syndalífi. Eftir að ég mætti Jesú Kristi urðu algjör umskipti í lífi mínu. Ég kúventi um 180 gráður! Það fór ekki framhjá neinum í Olafs- vík. Strákarnir á bátnum þekktu mig ekki fyrir sama mann, breyt- ingin var svo algjör. Margir töldu þetta endast stutt, en það heldur enn í dag. Ég fór svo aftur til Færeyja 1972, giftist kristinni konu og eigum við fjórar stúlkur í dag. Við tilheyrum söfnuðinum í Evangeliihúsinu og tökum þátt í starfi hans.

x

Afturelding

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.