Afturelding - 01.04.1987, Page 6

Afturelding - 01.04.1987, Page 6
Kristilegt sjónvarpsef ni tveir upptökuvagnar TV-lnter til íslands Eins og lesendum Afíureldingar er kunnugt hefur verið unnið að undirhúningi gerðar kristilegs sjónvarpsefnisfrá því í haust. Nú hillir undir að tökur hefjist. Við fáum aðstoð vina og samstarfsmanna vestan hafs og austan. auk innlendra starfsmanna sem notið hafa þjálfunar m.a. hjá KKR sjónvarpsstöðinni í Kaupmannahöfn. Erlendu aðilarnir leggja fram aðstoð sína við tœknilega gerð og tcekjahúnað, en efnisöflun er alfarið í höndum innlendra aðila. um víða um land og safna sjón- varpsefni. Undanfarið hefur sjónvarps- starf Hvítasunnumanna verið kynnt á samkomum í Fíladelfíu, Reykjavík. Betel í Vestmanna- eyjum, Hvítasunnukirkjunni á Tveir upptökubílar TV-Inter koma hingað til lands strax eftir hvítasunnuhelgina. Þeim fylgir tólf manna áhöfn ungs fólks, — sjónvarpstrúboða frá Svíþjóð, Noregi og Finnlandi. Bílarnir, sem hingað koma, fara um alla Vestur-Evrópu og safna kristilegu sjónvarpsefni. Áhöfnin, sem fylgir er hluti þess stóra hóps, sem leggur stund á sjónvarpstrúboð í Evrópu. Heimsókn þeirra hingað til lands hefur vakið verulega athygli og fylgja þeim bænir fjöl- margra trúsystkina um alla Evrópu. Lögð verður áhersla á að safna söng og hljómlist. Safnað verður mjög fjölbreyttu efni, sýnishorn- um af því sem er að gerast í flutningi lifandi trúartónlistar á Islandi. Þegar þetta er skrifað hafa verið bókaðir kórar, hljómsveitir, tví- og einsöngv- arartil þátttöku. Koma þeirvíða að af landinu, þó einkum af Faxaflóasvæðinu. Um það leyti sem upptöku- vagnar TV-Inter hverfa af landi brott kemur hingað þrettán manna hópur frá Biblíuskóla sjónvarpstrúboðans Jimmy Swaggart. í þeim hópi eru bæði nemendur og kennarar. Ætlun þeirra er að taka þátt í samkom- Akureyri, Betesda í Ólafsfirði og í Hvítasunnukirkjunni í Kirkju- lækjarkoti. Á þessum samkom- um hefur verið sagt frá því sem er að gerast og því sem framund- an er. Við höfum hvatt fólk til að gerast stuðningsaðilar og leggja sitt af mörkum til sjónvarps- starfsins. Hafin er útgáfa fréttabréfs og bænabréfs, sem sent er til stuðn- ingsmanna. Viljir þú fá frétta- bréfið sent er þér bent á að hafa samband við undirritaðan og óska eftir áskrift, sem er ókeypis. Hvettu vini þína og trú- systkini til að standa með í þessu stóra átaki. Látum ekki henda okkur að missa úr greipum þetta stórkostlega tækifæri, sem Guð hefur lagt í hendurokkar. Minnist sjónvarpsstarfsins í bænum ykkar. Guðni Einarsson, sími 91-25155

x

Afturelding

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.