Afturelding - 01.04.1987, Qupperneq 13

Afturelding - 01.04.1987, Qupperneq 13
að á komandi mánuðum og árum, ef Jesús bíður, munum við sjá meiri hreyfingu Heilags anda varðandi þá „köllun,“ sem mun grípa lijarta og líf ungs fólks. Hún verður ekki um há- skólamenntun eða þjónustu á sviði tækni, viðskipta eða vís- inda; það verður hin æðsta köll- un — til þjónustu við Drottin. Hann sagði ekki „þessi vísindi," „þessi gráða,“ eða „þessi við- skipti“ verða boðuð um allan heim; hann sagði „þetta fagnað- arerindi,“ og það þýðir kröftug prédikun Orðsins. Nú þegar er búið að undirbúa jarðveginn fyr- ir þessa köllun. Til þess að snerta við hjarta og lífi margra, til þess að reisa þá upp í þeim sérstaka tilgangi að prédika kröftugt fagnaðarerindi Jesú Krists um allan heim. Verkfærin: Verkfærin eru margvísleg og mörg, ásamt trú- boðunum, auðvitað, án hverra ekkert yrði gert. En mesta áróð- urstækið af öllum, það sem mun senda út „vitnisburðinn,“ er sjónvarpið. Okkur hefur verið afhent það sem spámennina gat aðeins dreymt um. Sem dæmi má nefna að í hverri viku horfa nærri 500 milljónir manna á sjónvarpsútsendingar okkar í 143 löndum. Tölurnar eru sláandi; samt er ábyrgðin jafnvel enn meira sláandi. Til hvers ætlum við að nota þetta stórkostlega verkfæri fagn- aðarerindisins? Fyrir aðferðir til að auðgast auðveldlega? Skemmtiatriði? Umræðuþætti, þar sem menn tala meira og meira um minna og minna? Boðun svikinna „kraftaverka"? Við verðum að muna: Allur heimurinn er í myrkri. Hundruð hundruða milljóna hrópa á brauð lífsins — og aðeins hið mikla fagnaðarerindi um Jesú Krist getur satt hungrið, slökkt þorstann og frelsað fangann. „Andi Drottins er yfir mér, af því að hann hefur smurt mig. Hann hefur sent mig til að flytja fátækum gleðilegan boðskap, boða bandingjum lausn og blindum sýn, láta þjáða lausa og kunngjöra náðarár Drottins.“ (Lúkas 4:18-19) Fagnaðarerindi Jesú Krists er eina lausnin. Er mögulegt að núlifandi kynslóð sé kynslóðin sem Jesús talaði um í Matteus 24? Þessi kynslóð? Það gæti vel verið. Guð hjálpi okkur ef við bregð- umst. Þýtt úr Religious Broadcasting, febr. 1987 - GM

x

Afturelding

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.