Afturelding - 01.04.1987, Blaðsíða 22

Afturelding - 01.04.1987, Blaðsíða 22
Luis Palaufékk 318.000 áheyrendur á Nýja Sjálandi Trúboðinn Luis Palau hefur nýlcga lokið við fjögurra vikna vakningarher- ferð í Nýja Sjálandi. Síðast talaði hann á íþróttavelli í bænum Auckland, þar sem áheyrendur voru 22 þúsund. Herferðin náði til margra með fagnaðarerindið. Alls komu 318.000 manns á samkom- urnar. Fréttir hernta að I 1.430 manns hafi tekið afstöðu með Kristi. Herferðin, sem endaði þann 5. apríl, hafði verið í undirbúningi í 18 mánuði. Palau þakk- aði góðan árangur því að 361 af ca. 500 söfnuðum í Auckland tók þátt í undir- búningnum. EKKO, maí, 1987 Biblíuvers leiddi til uppfinningar á „ofursteypu“ Það er greinilega gott að vera sannkristinn maður, þegar finna þarf upp nýtt efni. Deildarstjóri nokkur í Högans-leirbrennslunni fékk hjálp úr Biblíunni þegar hann uppgötvaði nýtt ofursterkt efni. í Annarri Mósebók, fimmta kafla, má lesa eftirfarandi: „Sama dag bauð Faraó verkstjór- um þeim, er settir voru yfir fólkið, og tilsjónarmönnum þess og sagði: „Upp frá þessu skuluð þér eigi fá fólkinu hálmstrá til að gjöra tígul- steina við, eins og hingað til. Þeir skulu sjálfir fara og safna sér stráum." Undir áhrifum af þessum góðu orðum blandaði deildarstjórinn hálmstráum í steypuhræruna, sem nota skyldi í ofninn sem hann var að smíða. Hann hafði verið að berj- ast við sprungur í steypunni, en allt í einu hættu þær að koma, vegna þess að hálmurinn hafði séð fyrir vatninu sem skildi sig frá. En ekki nóg með það. Hálmurinn hafði einnig herðandi áhrif, svo efnið varð jafnframt miklu sterkara. Steypan var orðin svo sterk að menn fóru að huga að gerð peninga- skápa. Fyrirtækið gat boðið upp á „heimsins öruggasta peningaskáp“ úr nýja efninu. Pantanir báurst á 1000 peningaskápum fyrir sænska banka. Verðmæti: 40 milljónir sænskra króna. Að sögn fyrirtækisins er ómögu- legt að brjótast inn í peningaskáp- inn. Demantsbor brotnar, log- skurðartæki gerir ekki annað en að hita skápinn, og hann þolir 2100 gráður. Ef maður reyndi sprengi- efni, þá þyrfti svo mikið magn að ekki aðeins skápurinn, heldur einnig allt hans innihald mundi fara í mél. Og ef þjófurinn ætti enn eftir vonarglætu, er skápurinn steyptur í gólfið, svo ekki er hægt að flytja hann. Nýi leirinn hefur fengið nafnið „ofursteypa." Henni er spáð marg- víslegu notagildi, t.d. í hernaði í stað stáls, og í eldfasta skjalaskápa. KE 2/87 Leyndardómur Hvítasunnuhreyfingarinnar Það markmið að vinna sigur á anda- verum vonskunnar í hinum ósýnilega heimi er ein höfuðorsök hins öra vaxtar Hvítasunnuhreyfingarinnar með mörg- um þjóðum. Þetta er haft eftir hinum þekkta trúboða Peter Wagner í blaðinu Christianity Today. Hann heldur því fram að Hvítasunnumenn taki yfirnátt- úrlega atburði alvarlega, og þess vegna nái þeir betri fótfestu í þriðja heiminum en margar aðrar kirkjudeildir. Wagner segir að framgangurinn í Brasilíu sé einmitt dæmi um þetta. Þar hefur mót- mælendum fjölgað úr 6 til 20% á síðustu 25 árum, og flestir þeirra eru Hvíta- sunnumenn. KE2/87 Brasilía Andatrúarmenn leita frelsis Mánaðarlega eru nrargir andatrúar- menn sem leita frelsis í Brasilíu. Þetta fullyrðir Jefferson Costa, blaðamaður við tímaritið Fellowship, sem Hvíta- sunnumenn gefa út. Costa segir að anda- trúin sé helsta hindrun kristninnar í Brasilíu nútímans. Til þess að mæta þessu andavaldi eru birtar sérstakar greinar í hverjum mánuði, til hjálpar því fólki, sem glímir við spurningar um andleg efni. Þrátt fyrir stækkun anda- trúarsöfnuða, er einnig vöxtur í verki Guðs. Að sögn Costa eru nú 8,5 milljón- ir Hvítasunnumanna í landinu, og er það stærsta Hvítasunnuhreyfingin í heiminum. Billy Graham vill ná til alls heimsins gegnum sjónvarpið Nýlega hefur Billy Graham sent bréf til kirkjuleiðtoga um allan heim, þar sem hann lýsir áhuga sínum á að halda alheims-sjónvarpsmót. í bréfinu spyr hann hvort kirkjuleiðtogarnir hafi trú á þessu verkefni. Ætlunin er að skipu- leggja mót um allan heiminn. Hafa skal beina útsendingu þar sem tímabelti leyfa, en upptöku þar sem tímamunur hindrarbeina útsendingu. Vænst er þátttöku söngfólks og tón- listarmanna á hverjum stað, og samtök heimamanna skulu hafa umsjón með eftirfylgdarstarfi. EKKO

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.