Afturelding - 01.04.1987, Qupperneq 24

Afturelding - 01.04.1987, Qupperneq 24
Franskir Hvítasunnumenn hafa ekki verið mikið í sviðsljós- inu á Islandi hingað íil, en nú hefur einn þeirra loksins komið í heimsókn til okkar. Hann féllst á að koma í lítið viðtal hjá Aftureldingu. Af Hvítasunnumönnum í Frakklandi Pierre Riccone. — Hver ert þú, og hvaðan kemurþú? — Ég heiti Pierre Riccone og kem frá Cagnes-sur-Mer, í Suð- ur-Frakklandi. Þar er ég for- stöðumaður í Hvítasunnusöfn- uði. — Viltu segja okkurfrá söfn- uðinum þínum? — Söfnuðurinn telur um 250 manns, sem eru úr öllum stétt- um og öllum aldurshópum. Hann líkist Hvítasunnusöfnuð- inum hér, nema að því leyti að við höfum alltaf' samkomur á sunnudagsmorgnum. Við höfum þrjár vakningarsamkomur á viku, tvær bænastundir og eina unglingasamkomu. Auk þess eru bænastundir klukkan 6 á hverj- um morgni. Þangað koma milli 20 og 30 manns. í kirkjunni er lofgjörðarsöng- hópur. Popptónlist er ekki vin- sæl núna, hún var meira í tísku áður. Á hverju sumri er herferð og þá eru samkomurnar haldnar á fótboltaleikvangi. Einnig fer fólk frá okkur á markaðstorgið og selur bækur og blöð og dreifir smáritum, með góðum árangri. — Hafið þið einhver sam- skipti við Kaþólsku kirkjuna? — Það er ekki í mínum söfn- uði, en sumir aðrir Hvítasunnu- söfnuðir hafa samstarf við Kaþólska. Það er náðargjafa- vakning innan Kaþólsku kirkj- unnar. — Eru margar aðrar kirkju- deildir slarfandi i Frakklandi? — Já, það eru Baptistar, Hjálpræðisherinn, Fríkirkjan og Lútherska kirkjan, en Hvíta- sunnukirkjan (Assemblée du Dieu) er stærst og í örum vexti. Meðlimir hennar eru um áttatíu þúsund og forstöðumenn Ijögur hundruð. Hún er öflugust í suð- ur- og vesturhluta Frakklands, í Normandie og einnig í Stras- bourg. París er hins vegar erfið viðureignar. Á vegum Hvíta- sunnukirkjunnar er rekið mikið trúboð m.a. í Afríku, Canada og á Spáni. Einnig er kristileg sjón- varpstöð í Suður-Frakklandi á vegum hennar, og útvarpsstöð. í Bordeaux er biblíuskóli. — Er Hvítasunnuhreyfingin öjlug i nágrannalöndum þínum, t.d. Ítalíu ogSpáni? — Ekki á Spáni, en á Ítalíu er hún mjög öflug og vaxandi. Bæði í Róm og á Sikiley eru mjög stór- ar Hvítasunnukirkjur. — Hvað dró þig til íslands? — Sænskur vinur minn, sem er málari, sagði mér að hann væri að fara til íslands og ég ákvað að slást í för með honum. Ég hef mjög gaman af að ferðast til annarra landa og kynnast kirkjunum þar og mismunandi menningu. Ég hef m.a farið til Kóreu, Bandaríkjanna, Belgíu, Englands, Ítalíu og Grikklands. Það getur leitt til ánægjulegs samstarfs. T.d. kemur hópur unglinga frá Svíþjóð í sumar að heimsækja söfnuð minn í Frakk- landi. Nú er ég búinn að heimsækja forseta íslands og það var mjög ánægjulegt. Hún er mjög geðug kona. — Viltu segja eitthvað sér- stakt við íslendinga? — Ég vil hvetja ykkur til að boða fagnaðarerindið og rækja samfélagið við trúsystkinin. Ég hvet ykkur til að sækjast eftir nánu samfélagi við Heilagan anda, og biðja hvert fyrir öðru, því að tíminn er stuttur.

x

Afturelding

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.