Afturelding - 01.04.1987, Síða 27

Afturelding - 01.04.1987, Síða 27
honum eða jafnvel spyrði um það stræti, sem hann byggi í. Svo að þegar ég innritaði mig á hótelið, var kort af borginni hið fyrsta, sem ég spurði um. „Því miður, herra. Við erum uppiskroppa með þau sem stendur. Þér getið spurt um kort í bókabúðinni á horninu." En það fékkst ekki heldur í bókabúðinni. Ég fór aftur í hótelið og spurði þjóninn, hvort hann væri alveg viss um, að hann hefði alls ekkert kort. Hann leit tortryggnislega á mig. „Hvers vegna þurfið þérsvona nauðsynlega á korti að halda?“ spurði hann. „Útlendingar ættu ekki að rápa um allt.“ „Ó, rétt til að geta ratað. Ég vil ógjarnan villast og geta ekki tal- að búlgörsku." Maðurinn virtist ánægður með þetta svar. „Allt sem við höfum af slíku,“ sagði hann, „er þetta litla kort hérna.“ Hann benti á lítið handmálað kort af strætunum í borginni, undir gleri í skrifborði hans. Það gæti ekki orðið mér að neinu liði. A það voru aðeins letruð nöfn stærstu breiðgatnanna. En ég beygði mig yfir kortið til að þóknast honum, og um leið sá ég dálítið undravert. Teiknarinn hafði vissulega aðeins skrifað nöfn aðalgatnanna þó með einni ákaflega mikilvægri undantekn- ingu. Þarna var nafngreind lítil gata rétt fáeinar húslengdir frá hótelinu. Ég las nafnið á þessu litla stræti og undraðist því að þarna las ég nafn götunnar, sem ég var að leita að. Ekki ein ein- asta gata sömu lengdar á öllu kortinu var nafngreind. Ég fann aftur fyrir þeirri undraverðu til- finningu, að þessi ferð hefði ver- ið undirbúin fyrir mig löngu fyr- irfram. Snemma næsta morguns yfir- gaf ég hótelið og lagði af stað áleiðis til götunnar, sem Petroff bjó í. Ég fann hana án nokkurrar fyrirhafnar eftir tilvísuninni á kortinu. Nú var ekki annað eftir en að finna húsnúmerið. Þar sem ég gekk á gangstéttinni, kom maður niður strætið úr annarri átt. Við urðum samsíða rétt í þann mund, er ég kom að hús- inu sem ég leitaði að. Þetta var stórt margra hæða sambýlishús. Ég sneri inn á gangstíginn upp að því og hið saina gerði þessi aðvífandi maður. Þegar við nálguðumst fram- dyrnar leit ég á broti úr sekúndu framan í manninn, sem hafði komið þarna að á sömu stundu og ég. Og á þeirri stundu fékk ég að reyna eitt algengt kraftaverk í reynslu og lífi kristins manns. Sálir okkar þekktu hvoraðra. Án orða gengum við samsíða upp stigana. Það bjuggu lleiri Ijölskyldur í húsinu. Ef okkur skjátlaðist, væri það mjög vand- ræðalegt. Ókunni maðurinn var kominn að íbúð sinni, hann tók upp lyklana og opnaði dyrnar. Án þess að hann byði mér, gekk ég inn í hús hans. Hann flýtti sér að loka á eftir okkur. Við stóð- um og horfðum hvor á annan í rökkrinu í þessu eina herbergi, sem var heimili hans. „Ég er Andrew frá Hollandi," sagði ég á ensku. „Og ég,“ sagði Petroff. „Er Petroff.“ Petroff og kona hans bjuggu í þessu eina herbergi. Þau voru bæði yfir sextíu og fimm ára gömul og ellilaun þeirra frá rík- inu nægðu til að greiða leiguna af herberginu, fæði og einstaka flík öðru hvoru. Við þrjú eydd- um fyrstu samverustundinni saman á hnjánum og þökkuðum Guði fyrir að leiða okkur til samfunda á svo dásamlegan hátt, og að enginn tími hefði farið til spillis og áhættan varð eins lítil og orðið gat. Þegar við fórum að tala sam- an, sagði ég: „Ég hefi heyrt, að bæði Búlgara og Rúmena vanti átakanlega Biblíur. Er það rétt?“ Án þess að svara beinlínis, fór Petroff með mig yfir að skrif- borði sínu. Á því var gamaldags ritvél með pappírsörk í og hjá ritvélinni opin Biblía í annarri Mósebók. Fyrir þrem vikum var ég ákaflega heppinn,“ sagði Petroff. „Mér lókst að finna þessa Biblíu.“ Hann sýndi mér annað eintak, sem lá á hinu litla mat- borði. „Ég fékk hana líka fyrir gott verð, aðeins fyrir eins mán- aðar ellilaun. Ástæðan fyrir því, hvað hún var ódýr, var sú, að tvær fyrstu Mósebækurnar og Opinberunarbókin höfðu verið skornar úr henni.“ „Hvers vegna?“ greip ég fram í. „Ekki gott að segja. Ef til vill til að selja þær sér. Ef til vill til að búa til sígarettur úr þessum þunna pappír. En alla vega var ég svo stálheppinn að finna hana og hafa peninga til að geta keypt hana. Nú þarf ég ekkert annað að gera en fylla út þann hluta, sem vantar, upp úr minni eigin Biblíu, og þá er komin önnur heil bók. Ég lýk við afritið á næstu fjórum vikum.“ „Og hvað ætlarðu þá að gera við þetta annað eintak af Biblí- unni?“ „Ó, ég ætla að gefa það.“ „Já, lítilli kirkju í Plovtiv, sem á enga Biblíu,“ sagði kona hans. Ég var ekki viss um að ég hefði skilið þau rétt. Engin Biblía hjá heilum söfnuði. „Jú, vissulega er því þannig Frh. á bls. 31

x

Afturelding

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.