Afturelding - 01.04.1987, Blaðsíða 28
fjveö voieö'u Kanada
Á síðastliðnu hausti átti ég
undirritaður þess kost að fara
ásamt konu minni og dóttur til
Kanada. Ferðin var bæði löng og
ströng — en skemmtileg. Til-
gangurinn var að heimsækja
söfnuði Hvítasunnumanna og
m.a. kynna fyrir þeim starf
okkarhérá íslandi.
Þegar til Kanada kom, í byrj-
un september, var þar enn
sumar með sólskini og hita.
Margir gengu um léttklæddir,
enda tíðin einstaklega góð og
allur trjágróður og blóm í fullum
skrúða. Við komum fyrst til
Toronto, en síðan lá leið okkar
vestur á bóginn, alla leið til
Vancouver á vesturströndinni,
þar sem við bjuggum þá sex
mánuði sem við vorum í land-
inu.
í Vancouver stóð þá sem hæst
heimssýningin Expo ’86, og var
fyrsta hugsun okkar sú, að
athuga hvort við kæmumst ekki
þangað. Á heimssýningunni var
margt um manninn, enda ekkert
til sparað að gera hana sem allra
glæsilegasta. Þar voru margar
þjóðir saman komnar og mikill
ys og þys allan liðlangan daginn,
jafnvel svo að menn urðu að
bíða í löngum röðum til að kom-
ast inn á svæðið og sjá allt það
sem þar var að gerast. Glæsileg-
ast held ég þó að framlag
Kanadamanna sjálfra hafi verið,
þar sem þeir voru að sýna nýj-
ustu tækni við fjarskipti og
ferðalög. En einnig vakti
„Pavillion of Promise,“ kristi-
lega sýningaratriðið, verðskuld-
aða athygli.
KlettaíjöIIin, Sléttan mikla og
Kyrrahafsströndin eru svæði
sem menn gleyma ekki auðveld-
lega eftir að hafa fengið tækifæri
til að skoða þaú eins og við gerð-
um þessa mánuði. Það var alveg
stórkostlegt að fá að sjá með
eigin augum þessa stórfenglegu
náttúru, sem Guð einn hefur
skapað. Alveg frá vesturströnd-
inni til vatnanna miklu var alltaf
eitthvað nýtt að sjá. Ekki spillti
það fyrir að haustið var að
koma, því litadýrðin var ótrúleg,
hreint stórkostleg sýn á stund-
um.
Eitt sinn er ég átti leið um
Jasper þjóðgarðinn, sá ég bæði
elgi og dádýr, og fjallageiturnar
sáum við oft. Einstaka skunkur
og refur skaust líka stundum yfir
veginn framundan, sérstaklega
að morgni eða þegar fór að
skyggja.
Við byrjuðum strax á að
heimsækja söfnuði, því ekki liðu
nema þrír dagar frá því við kom-
um til Vancouver, þar til við
vorum komin af stað. í fyrstu
höfðum við hvorki bíl til um-
ráða, né peninga handa á milli.
En Guð er góður og áður en
þessir þrír dagar voru liðnir
hafði opnast leið fyrir okkur að
kaupa notaðan bíl — Ford
Zephyr station, árgerð 1978.
Þessi bíll var í góðu lagi og átti
hann eftir að koma sér vel þá
mánuði er við höfðum hann, því
alls ókum við hvorki meira né
minna en 26000 km, á rúmum
fimm mánuðum. Á þeim tíma