Afturelding - 01.04.1987, Síða 29
Skeifuflói í Vancouver.
Kanada heimsóttum við alls 70
söfnuði og tókum þátt í ekki
færri en 110 samkomum af
ýmsu tagi. Helst hefðum við
kosið að geta alltaf verið öll
saman sem ein fjölskylda, en þar
sem ferðaáætlunin var strembin
var það ekki ávallt hægt. En ég
var þó ekki alltaf einn heldur,
því oftsinnis gat ég notið þess að
ferðast og taka þátt í samkomum
með kristniboðum frá ýmsum
löndum, eins og t.d. Kína, Ind-
landi, Grikklandi, Kenýa,
Tanzaníu, Haiti o.ll. Það erstór-
kostlegt að heyra hvað Guð er að
gera um allan heim. En hvað
okkur varðar getum við ekki
verið annað en þakklát Guði
fyrir þetta tækifæri sem okkur
gafst að heimsækja Kanada á
þennan hátt. Eitt er víst að nú
vita margir í Kanada meira um
ísland en áður, og margir biðja
auk þess fyrir landi og þjóð. Ef
til vill finnur einhver hjá sér þörf
að koma til okkar eða hjálpa á
annan hátt. Hvernig sem það er
þá veit ég að ferð eins og þessi
hefur áhrif. Megi Drottinn blessa
ykkur.
Indriði A. Kristjánsson
Hjónin Carolyn og Indriði Kristjáns-
son iiafa starfað að innanlandstrúboði á
vegum Hvítasunnunianna undanfarin ár.
Þau hafa notið styrks frá Kanada, sem
er hcimaland Carolyn. Þau eru nú búsett
á Akureyri, þar sem skrifstofa innan-
landstrúboösins er.
heimsóttum við fjögur vestustu
fylki Kanada í ýmiss konar
veðri, en samt bilaði aldrei né
sprakk.
Okkur var alls staðar afar vel
tekið, þó svo að flestir vissu
fremur lítið um ísland í fyrstu.
Þetta breyttist fljótt, þegar fólk
hafði séð skuggamyndirnar og
munina sem við höfðum með-
ferðis, auk þess að hlusta á það
sem við höfðum að segja um
land og þjóð og það starf sem hér
fer fram.
I byrjun október vorum við
stödd í Edmonton, Alberta, þeg-
ar við fengum óvænta aðstoð við
kynninguna. Skyndilega ruddust
fréttir um Island inn á hvert
heimili, og allt í einu þurfti
enginn að vera í vafa lengur um
það hvar ísland væri. Þetta var
þegar stórveldin héldu fund, og
Reagan og Gorbachef hittust í
Reykjavík. Þetta varð okkur
geysileg hjálp, þar sem margir
vildu nú vita meira um landið
en áður, auk þess sem við áttum
sjálf enn eftir að fara víða, m.a.
til Manitoba og Saskatchewan
þar sem margir íslendingar búa.
A þessum tíma okkar í
í Jasper þjóðgarðinum.