Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1937, Blaðsíða 59
55
Að byggja á Guðs orði, að byggja á Jesú, því
líkur öruggleiki og friður. En [>að er svo
margur, sem fyrirlítur Biblíuna á einn og
annan hátt, — annaðlivort alla eða nokkurn
hluta af henni, en Jesús segir: »Pér villizt,
þar eð þér hvorki þekkið ritningarnar né
mátt Guðs«. Já, því fer sem fer. Hugmynd-
ir mannanna eru svo ósköp líkar fallegum
sápukúlum, sem annaðhvort springa, þegar
við þær er komið, eða þær fljúga með feg-
urð sína út í veður og vind, engum til gleði
og engum til gagns, þegar öllu er á botninn
hvolft. En þegar maður tekur Biblíuna og
fer að rannaaka hana, — þvílík ótæmandi
auðæfi; það er áreiðanlega ekki »leiðinlegt«
og er heldur ekki »kyrrstaða« fyrir manns-
andann. Jesús segir: »Eg liefi sagt yður það
fyrir,^til þess að þér trúið, þegar það kemur
fram». Mundi ekki vera rétt að athuga, hvað
Jesús segir fyrir í Matt. guðspj. 24. og 25.
kap. Jú, áreiðanlega er vert að lesa allt, sem
Jesú segir, [>ví hann er meistarinn, og okkur
ætti að langa að vera lærisveinar hans.
»Ég hefi gefið þeim orð þitt«, og »þeir
hafa varðveitt orð þitt«, segir Jesús um læri-
sveina sína, þegar hann er að biðja föðurinn.
Þeir áttu að varðveita Guðs orð, — orð sánn-
leikans, því — »þitt orð er sannleikur« segir