Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1937, Blaðsíða 78
74
Kagawa setti ljósker á hornið á götunni, sem hann
bjó í, í hinu dimma Shinkawa-hverfi, Hún var ekki
aðeins til að visa leið til bústaðar hans, en hún hélt
einnig stutta prédikun fyrir óllum, sem fóru fram
hjá. A aðrai hliðina var málað: »Trúið á hinn hijnn-
eska föður«, — á hina: »Trúió á Jesúm Krigt«. En
það, sem hafði auðvitað sterkust áhrif á íólkið í
fátækrahverfinu, var eigin líf Kagawa i sjálfsafneit-
un, Pað varð mörgum þeirra hin mest sannfæramdi
skýring á þeirri biblíu, sem hann reyndi að fá þá
til að lesa.
Þjóðfélagsstarfsemi Kagawai var fyrsta kastiö
sjúkrahjálparstarfsemi, en í huga hans lifði draum-
urinn um að geta einhverntima hafið baráttuna
gegn því ranglæti, sem var orsök allrar þeirrar
neyðar og eymdar, sem hann hafði daglega fyrir
augum. Hann hefir sjálfan sig í huga, er hann segir
um aðalsöguhetjuna í skáldsögunni sinni: »Yfir
landamæri dagsins« (kom út í 180000 eintökum):
»i þessum heimi fullum af fögrum konum, silkiföt-
um og fínni hljómlist, var hann sá eini, er dreymdi
um þjóðfélagslega nýsköpun. Pjóðfélagið var alger-
lega á villigötum, en bezt var að segja það ekki,
bíða heldur mikillar þjóðfélagslegrar hafningar«.
Hið mikla þjóðfélagsumbótastarf Kagawa, var
framkvæmt við mikla baráttu. Oft varð hann að
fara í fangelsi, En er a.lmennur kosningaréttur var
samþykktur i báðum þingum árið 1925, svo að hinir
kúguðu gátu talað sínu eigin máli á þinginu, var
einn hinna miklu drauma Kagawa orðinn að virki-
leika. Nú var hann kallaður forlngl Ung-Japans,
i höfuðritverki Kagawa, »Yfir landamæri dauð-
ans«, játar hann sig kristinn jafnaðarmann. »Ég get
vel kallað mig marxista, því að ég aðhyllist aðra
hinna miklu hugsana, er Karl Marx krafðist hljóðs
fyrir: Hjálpað skal öllum fátækum. — Gæti ég að-